Opnað hefur verið fyrir umsóknir fyrir komandi skólaár við Landbúnaðarháskóla Íslands (LBHÍ) Upplýsingar um hverja braut fyrir sig er að finna undir nám hér á síðunnu. Umsóknarfrestur er til 5. júní í starfsmenntanám og grunnnám (BS) en 15. apríl fyrir framhaldsnám (MS). Fagdeildir skólans skiptast í Ræktun & fæðu, Skipulag & hönnun og Náttúru og skóg og falla brautir skólans undir þær þvert á námsstig. Ný alþjóðleg meistaranámsbraut byrjar í haust við skólann um umhverfisbreytingar á norðurslóðum (e. Environmental changes at Higher Latitudes) sem spennandi er að kynna sér. Nýlega var nafni námsbrautar umhverfisskipulags breytt í landslagsarkitektúr sem mun tengja námið enn betur við fagið. Í ár er einnig tekið inn á garðyrkjubrautir skólans á Reykjum og er þar fjölbreytt sérhæft starfsnám á spennandi sviðum í boði. Má nefna lífræna ræktun matjurta, ylrækt, skrúðgarðyrkju, skógtækni og blómaskreytingar. Vaxandi BS brautir við skólann eru náttúru- og umhverfisfræði og skógfræði en síðan má nefna búvísindi sem er m.a. góður grunnur fyrir dýralækningar.
Hlutverk LBHÍ er að skapa og miðla þekkingu á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu á norðurslóðum. Við leggjum ríka áherslu er á nýsköpun og rannsóknir sem fléttast inní kennsluna ásamt auknu alþjóðlegu samstarfi. Við bjóðum fjölmarga námsmöguleika við kjöraðstæður í litlum og persónulegum skóla þar sem hver einstaklingur skiptir máli og aðgengi að kennurum og starfsfólki er gott. Aðstaða til bóklegs og verklegs náms er mjög góð og eru starfstöðvarnar á Hvanneyri og Reykjum staðsettar í einstökum náttúruperlum rétt fyrir utan eril borgarinnar.
LBHÍ er opinber háskóli og eru skráningargjöld 75.000 kr í háskólanám og 35.000 kr í starfsmenntanám. Grunnnám til BS prófs tekur þrjú ár og starfsmenntanám tekur tvö ár auk verknámsdvalar. Aðalbygging skólans er staðsett á Hvanneyri, sem er í klukkustunda akstursfjarlægð frá Reykjavík. Þar er að finna skólastofur, skrifstofur, aðstöðu til rannsókna og verklegs náms á sviði jarðræktar, búfjárhalds og bútækni sem dæmi. Á Hvanneyri er einnig í boði að leigja herbergi eða íbúðir á nemendagörðum á hagstæðu verði. Miðstöð garðyrkjunáms við skólann er staðsett á Reykjum í Ölfusi rétt fyrir ofan Hveragerði, þar er að finna kennslustofur, verknámskála og ýmis gróðurhús sem og rannsóknagróðurhús. Við erum einnig með aðstöðu á Keldnaholti í Reykjavík þar sem meistarnám í skipulagsfræðum er staðsett ásamt skrifstofum starfsfólks og aðstaða til rannsókna ásamt aðstöðu Gró þekkingarsmiðstöð þróunarsamvinnu og Unesco.
Við gegnum mikilvægu hlutverki þegar kemur að því að bregðast við hnattrænum áskorunum sem og að tryggja samfélagslegan stöðugleika, hagsæld og lífsgæði til framtíðar. Við viljum mennta og þjálfa fólk sem tekur þátt í þeirri þróun og uppbyggingu sem framundan er. Nám í LBHÍ er því spennandi kostur sem vert er að kynna sér.
Ef þú hefur einhverjar spurningar eða villt nánari upplýsingar hikaðu þá ekki við að senda línu á
Hægt er að kynna sér námið á garðyrkjubrautum á opnu húsi á Reykjum á sumardaginn fyrsta n.k. Einnig er skeifudagurinn haldinn hátíðlegur á Hvanneyri sama dag. Ef áhugi er fyrir að koma í heimsókn og skoða skólann má hafa samband við
Sjáumst í LBHÍ!