Endurheimt vistkerfa
Meistaranám í endurheimt vistkerfa
Í náminu er lögð áhersla á bæði rannsóknarmiðaða- og hagnýta færni. Það býður upp á víða innsýn og þekkingu innan þessarar nýju og sífellt aðkallandi umhverfisfræði, sem veitir mikla, sérhæfða þjálfun í endurheimt vistkerfa og hagnýta nálgun til að takast á við margslungin vandamál.
Námið samanstendur af 60-90 ECTS skipulögðum námskeiðum, allt eftir vali á lokarannsóknarverkefni, sem getur verið annað hvort 30 eða 60 ECTS. Námskeiðunum er skipt í skyldunámskeið (30-42 ECTS, eftir bakgrunni nemenda), bundið val (lágmark 8 ECTS) og aðrar valgreinar (allt að 34 ECTS).
Námið er í boði með fjarnámslausnum en krefst viðveru í ákveðnum kennslustundum og staðlotum. Sum valnámskeið eru alfarið staðarnámskeið.
Námið hefur alþjóðlega áherslu og eru öll námskeið sem skilgreind eru innan námsins kennd og metin á ensku.
Nemendur hafa val um annað hvort 30 eða 60 ECTS lokarannsóknarverkefni, samþykkt af og valið í samstarfi við umsjónarkennara námsins og leiðbeint af fræðilegum leiðbeinendum með sérfræðiþekkingu á fræðasviðinu.
Markmið sjálfstæða rannsóknarverkefnisins er að þjálfa fræðilega og verklega hæfni nemandans, skipulags- og verkefnastjórnunarhæfileika sem og sjálfstæði við úrlausn flókinna áskorana.
Brautarstjóri: Berglind Orradóttir
Nánari upplýsingar veitir Gunnhildur Guðbrandsdóttir deildarfulltrúi framhaldsnáms
Til að innritast í meistaranám í Endurheimt vistkerfa þarf umsækjandi að hafa lokið B.Sc prófi með lágmarkseinkunn 7,25 eða hærra (lágmark C á ECTS skala) frá Landbúnaðarháskóla Íslands (LbhÍ), eða hafa sambærilegt akademískt próf viðurkennd á alþjóðavettvangi og af deild Náttúru og skóga. Skilyrði fyrir inngöngu er að nemandi búi yfir lágmarksþekkingu eða færni á sviði vistfræði, ýmist með fyrri menntun á háskólastigi eða úr faglegu starfi. Almennt skal að minnsta kosti 90 ECTS (af 180 ECTS) af B.Sc prófi hafa verið lokið á sviði náttúru- og umhverfisvísinda. Umsækjendur með fyrst og fremst félagsvísindalega bakgrunn verða metnir úrfrá reynslu og/eða gefin möguleiki á að öðlast grunnþekkingu í vistræði með viðbótarnámskeiðum. Allir umsækjendur verða metnir á einstaklingsgrundvelli.
Umsóknarfrestur í meistaranám í Endurheimt vistkerfa fyrir nemendur utan ESB/EES er 31. janúar og 15. apríl fyrir nemendur innan ESB/EES.
Athugið að aðeins er tekið inn í námið annað hvert ár, næst haustið 2025.
Hvers vegna nám í endurheimtarfræðum við LBHÍ?
Ísland er einstakur staður til að leggja stund á þessa fræðigrein. Ósjálfbær landnýting í bland við erfiðar veðurfarsaðstæður og eldvirkni hafa haft mikil áhrif á vistkerfi landsins sem mörg hver eru í hnignuðu ástandi og hafa Íslendingar staðið fyrir skipulögðum aðgerðir á landsvísu sem til að sporna við jarðvegseyðingu og endurheimta vistkerfi í meira en 100 ár. Hér er því til staðar umfangsmikil sérfræðiþekking og hagnýt reynsla á sviði vistheimtar þar sem unnið er á mismunandi skala í ólíkum vistgerðum.
Landbúnaðarháskólinn hefur um langt skeið gegnt stóru hlutverki í vísindarannsóknum, menntun og þjálfun fagfólks innan greinarinnar. LBHÍ hýsir einnig GRÓ LRT eða Landgræðsluskóla GRÓ í samvinnu við Land og skóg.
Námið í hnotskurn
Meistaranám í endurheimt vistkerfa er tveggja ára 120 ECTS þvergaflegt nám sem byggt er upp af skipulögðum námskeiðum og 30-60 ECTS rannsóknarverkefni. Námskeiðin eru að hluta til skyldunámskeið en námið býður einnig upp á talsverðan sveigjanleika og tækifæri til sérhæfingar innan fræðigreinarinnar í gegnum fjölbreytt valnámskeið. Námið hefur alþjóðlega skírskotun og er almennt miðað við að kennsla fari fram á ensku.
Að loknu námi
Endurheimt vistkerfa er sífellt talin mikilvægari leið á alþjóðavettvangi til að takast á við áskoranir á sviði umhverfismála á borð við eyðimerkurmyndun, tap á líffræðilegri fjölbreytni, ósjálfbæra landnýtingu og loftslagsbreytingar.
Námið mun hjálpa þér að öðlast þá hagnýtu og fræðilegu færni sem nauðsynleg er við forgangsröðun, skipulag, framkvæmd, vöktun og mat á árangri verkefna á sviði endurheimtar í fjölbreyttum vistgerðum og á ólíkum skölum. Þú munt fræðast um og læra aðferðir við vöktun og mat á framvindu og árangri endurheimtar og aðlögun aðgerða sem tekur mið af bæði vistfræðilegum og samfélagslegum þáttum.
Alþjóðleg áhersla veitir undirbúning fyrir starfsferil hvar sem er í heiminum þar sem vaxandi þörf er á sérfræðingum með djúpan skilning á fræðilegum og hagnýtum hliðum þess að endurheimta vistkerfi og stuðla að náttúrulegri framvindu þeirra.