Kennslusvið
Kennsluskrifstofa

Kennslustjóri annast daglega verkstjórn og forstöðu kennsluskrifstofu. Kennsluskrifstofa sér um móttöku og skráningu nemenda, stundarskrárgerð og annað sem varðar skipulag á framkvæmd kennslu, próftöflugerð, prófahald, rafræna ferilskrá nemenda og útskriftir skírteina og vottorða ofl. Deildarfulltrúar annast almenna móttöku, skráningar ofl.
Senda póst á kennsluskrifstofu

Starfsfólk
Álfheiður Marinósdóttir | Kennslustjóri
Þórunn Edda Bjarnadóttir | Deildarfulltrúi
Linda Sif Nielsdóttir | Deildarfulltrúi
Gunnhildur Guðbrandsdóttir | Deildarfulltrúi framhaldsnáms
Staðsetning
Hvanneyri, Ásgarður jarðhæð.
Almennur opnunartími:
Mánudagar til miðvikudags 8:00 - 16:00.
Fimmtudaga og föstudaga 8:00 - 13:00
Námsbrautarstjórar

Námsbrautastjórar annast faglega umsjón námsbrauta og hafa eftirlit með framkvæmd kennslu á viðkomandi námsbraut og frumkvæði að þróun og gæðastarfi á vettvangi brautarinnar. Þeir gera tillögur í samvinnu við deildarforseta um breytingar á námsbrautum og vali á kennurum, bæði fastra kennara og aðfenginna kennslukrafta. Námsbrautarstjóri annast fagleg samskipti við kennara og nemendur sinnar brautar.
Nemendur koma að stjórnun og ákvörðunum í gegn um fulltrúa í háskólaráði, grunnnámsnefnd, með þátttöku í innra gæðastarfi (kennslumati), virkri umræðu við stjórnendur og starfslið og í gegn um samstarfsvettvang rektors og nemendafélags.