Blómaskreytingar

Blómaskreytingabraut

Image

Frá og með hausti 2022 færist garðyrkjunám frá LbhÍ yfir til Fjölbrautarskóla Suðurlands. Umsækjendur um nám í Blómaskreytingar, Garð- og skógarplöntur, Lífræna ræktun matjurta, Ylræktun, Skóg og umhverfi og Skrúðgarðyrkju sækja um á vef FSu. Innritun í framhaldsskóla hefst 15. mars og stendur til 22. apríl fyrir nemendur sem eru fædd fyrir 2006. Nemendur sem eru að ljúka grunnskóla innrita sig frá 25. apríl – 10. júní.

Þriggja ára nám á starfsmenntasviði, staðarnám og fjarnám.
Kennt á Reykjum í Ölfusi. Námið veitir nemendum grunnfærni í störfum sem lúta að blómaskreytingum sem notaðar eru við margvísleg tækifæri. Námið skiptist í tveggja ára bóklegt staðarnám á Reykjum í Ölfusi og 60 vikna starfsnám undir handleiðslu verknámskennara. Fjarnám er fjögurra ára bóklegt nám auk verknáms.

Námsbrautarstjóri er Bryndís Eir Þorsteinsdóttir.

Áherslur í námi

Image

Á námstímanum fá nemendur kennslu og þjálfun í öllum helstu aðferðum við meðhöndlun og notkun blóma í blómaskreytingum. Ítarlega er farið yfir form- og litafræði og nemendur vinna með öll algengustu stílbrigði blómaskreytinga. Nemendur fá innsýn í rekstur blómaverslana og læra að setja fram vörur í verslunum. Auk þess er farið yfir meðferð afskorinna blóma og greina sem og algengustu pottaplöntur og meðferð þeirra.

Að loknu námi

Image

Að loknu námi fá nemendur starfsheitið blómaskreytar eða garðyrkjufræðingar af blómaskreytingabraut. Starfsvettvangur blómaskreyta eru blómaverslanir og blómaheildsölur eða eigin rekstur, sala og ráðgjöf til viðskiptavina og aðstoð við vöruuppsetningu í verslunum.

Að loknu námi geta nemendur starfað sjálfstætt sem blómaskreytar eða tekið að sér verslunarstjórn og/eða rekstur blómaverslunar. Starfið er ákaflega fjölbreytt og blómaskreytar eru þátttakendur í stærstu viðburðum viðskiptavina sinna svo sem stórafmælum og brúðkaupum. Námið býður upp á möguleika á framhaldsnámi erlendis auk þátttöku í alþjóðlegum keppnum á sviði blómaskreytinga.

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframsleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image