Alþjóðasvið

Alþjóðlegt samstarf

Image

Alþjóðafulltrúi Landbúnaðarháskóla Íslands vinnur að því efla samstarf við erlenda háskóla og stofnanir og hefur umsjón með nemenda- og kennaraskiptaáætlunum á borð við Nordplus, Erasmus+ og NOVA. Alþjóðafulltrúi stuðlar að aukinni þátttöku háskólans í ýmsum áætlunum Evrópusambandsins á sviði vísinda, menntunar og þjálfunar. 

Alþjóðafulltrúi veitir nemendum og kennurum upplýsingar um erlent samstarf LBHÍ og þau tækifæri sem þar liggja. Má þar m.a. nefna umsóknir um styrki til nemenda- og kennaraskipta.

Meginhlut­verk alþjóðafulltrúa er að að­stoða nemend­ur sem hafa hug á því að taka hluta náms síns við erlenda há­skóla. Mælt er með því að nemendur nýti sér skiptinám ef þeir eru að velta fyrir sér frekara framhaldsnámi erlend­is. Með því gefst kostur á að skoða erlenda há­skóla að eigin raun og kynnast kennurum sem síð­ar geta orðið leið­beinend­ur þeirra í námi. Nemendum stendur einnig til boða starfsnám á vegum Erasmus+ á meðan námi stendur, sem og strax að útskrift lokinni.
Alþjóðafulltrúi aðstoðar einnig starfsmenn LBHÍ vegna kennaraskipta og rannsóknastyrkja.

Alþjóðastefna

Image

Alþjóðafulltrúi

Alþjóðafulltrúi: Eva Hlín Afreðsdóttir

Opnir viðtalstímar:
mánudagar: kl 9:00 - 15:00
miðvikudagar: kl 13:00 - 16:30

NOVA

Image

NOVA er heiti á samstarfsnetverki sjö landbúnaðar-, skógfræði- og dýralæknaháskóla á Norðurlöndunum, NOVA opnar dyrnar að námi á Norðurlöndunum og í baltnesku ríkjunum. Nemendur geta sótt um Nordplus eða Erasmus styrki til skiptináms í gegnum NOVA.
Hvað getur NOVA boðið þér?

 

Hvert viltu fara í skiptinám- Listi yfir samstarfsskóla LbhÍ

Erasmus+

Image

LbhÍ er með samstarfssamninga við ýmsa skóla í Evrópu í gegnum ERASMUS-áætlunina. ERASMUS+ byggir m.a. upp á einstaklingsstyrkjum til nemendaskipta og geta nemendur sótt um dvöl í 3-12 mánuði án þess að það tefji þá í námi þar sem skilyrði er að námið erlendis verði að fullu metið þegar heim er komið.

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image