Umsókn um grunnnám

Umsókn um grunnnám við Landbúnaðarháskóla Íslands

Image

Sótt er um BS nám rafrænt gegnum samskiptagátt Landbúnaðarháskóla Íslands

Umsóknarfrestur
Opnað er fyrir umsóknir til BS náms í lok febrúar og er opið til 5. júní fyrir komandi haustönn.

Nánari upplýsingar
Kennslustjóri annast daglega verkstjórn og forstöðu kennsluskrifstofu. Kennsluskrifstofa sér um móttöku og skráningu nemenda, stundarskrárgerð og annað sem varðar skipulag á framkvæmd kennslu, próftöflugerð, prófahald, rafræna ferilskrá nemenda og útskriftir skírteina og vottorða ofl. Á kennsluskrifstofu er einnig alþjóðafulltrúi sem annast þjónustu við erlenda gestastúdenta og stúdenta LbhÍ sem sækja nám sitt að hluta til erlendra menntastofnana. Alþjóðafulltrúi er staðgengill kennslustjóra í fjarveru hans. Skólafulltrúar annast almenna móttöku, skráningar ofl. 

Allar frekari upplýsingar er að fá hjá kennsluskrifstofu LbhÍ í síma 433-5000 eða á netfanginu kennsluskrifstofa@lbhi.is.

Að útfylltri umsókn fær umsækjandi sendan veflykil í tölvupósti og með veflyklinum er hægt að fylgjast með stöðu umsóknar.

Image
logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image