Upplýsinga- og skjalamál
Skjöl og upplýsingar

Markmið upplýsinga- og skjalastjórnunar hjá Landbúnaðarháskóla Íslands er að tryggja kerfisbundna stjórnun skjala innan háskólans. Stjórnun skjala nær til allra skjala sem tengjast starfsemi skólans óháð formi og miðlum sbr. skilgreiningu á skjali í lögum um opinber skjalasöfn nr. 77/2014.
Landbúnaðarháskóli Íslands hefur samþykkt fyrir rafrænni skjalastjórnun frá Þjóðskjalasafni Íslands frá 1. janúar 2020 og vistar rafræn skjöl í mála- og skjalakerfinu WorkPoint.
Skjalastjóri sinnir daglegri umsjón með skjalakerfi og skjalastjórnun LbhÍ ásamt kennslu, eftirliti og umbótum, en rektor ber endanlega ábyrgð á skjalastjórnun skólans.
Upplýsinga- og skjalastjóri:

