Náttúra & Skógur
Skógfræði

BS gráða – 180 ECTS einingar
Sjálfbær skógrækt, skógarnýting og vistheimt á illa förnu landi
Á námsbrautinni er um að ræða nám með áherslu á sjálfbæra skógrækt, skógarnýtingu og á vistheimt á illa förnu landi. Ekki er boðið upp á hliðstæða samsetningu náms við aðra íslenska háskóla.
Staðarnám og fjarnám.
Brautarstjóri er Jóhanna Bergrúnar Ólafsdóttir.
- Hefur þú áhuga á trjám?
- Vilt þú geta ræktað skóg?
- Hefur þú gaman af grænu umhverfi?
- Ertu forvitin(n) um gagnsemi og nýtingarmöguleika skóga?
- Langar þig að græða landið?

Skipulag náms í skógfræði

Alþjóðafulltrúi Landbúnaðarháskóla Íslands vinnur að því efla samstarf við erlenda háskóla og stofnanir og hefur umsjón með nemenda- og kennaraskiptaáætlunum á borð við Nordplus og Erasmus+ . Alþjóðafulltrúi stuðlar að aukinni þátttöku háskólans í ýmsum áætlunum Evrópusambandsins á sviði vísinda, menntunar og þjálfunar.
Alþjóðafulltrúi veitir nemendum og kennurum upplýsingar um erlent samstarf LbhÍ og þau tækifæri sem þar liggja. Má þar m.a. nefna umsóknir um styrki til nemenda- og kennaraskipta.
Nánar

Framhaldsnám í skógfræði

Tækifæri er á áframhaldandi námi til meistaragráðu í skógfræði eða landgræðslu við LBHÍ eða aðra háskóla.

Hvað segja nemendur?



