Náttúra og skógur

Náttúru- og umhverfisfræði

Image

BS gráða – 180 ECTS

Grunnþekking á íslenskri náttúru, náttúrufari og vistkerfum

Námsbraut í náttúru- og umhverfisfræði leggur áherslu á íslenskra náttúru. Beitt er þverfaglegri nálgun við alla umfjöllun. Fjallað er um hvernig lífverur hafa áhrif á umhverfið og hvernig umhverfið hefur áhrif á þær. Áhersla er lögð á nýtingu mannsins á náttúrunni og hvernig við getum passað sem best upp á sjálfbæra þróun, það er, að ganga ekki á gæði jarðar og skila nátúrunni í sem bestu ástandi til komandi kynslóða.    

Námið er bæði staðarnám og fjarnám.

Er námið fyrir þig?
Hefur þú áhuga á því að læra um:
  • Hvernig hægt er að bregðast umhverfisbreytingum, loftlagsbreytingum, náttúruhamförum, mengun eða gróðurbreytingum til dæmis?

Vilt þú geta haft áhrif á:
  • Hvernig við mannfólkið nýtum náttúruna?
  • Hvaða svæði við verndum og hvernig náttúruverndarsvæði eru nýtt?
Hefur þú gaman af því:
  • Að rannsaka náttúruna t.d. dýr, gróður, jarðveg eða jökla?
  • Að skoða gervitunglamyndir og gera kort?
Viltu vita meira um:
  • Störf umhverfisfræðinga, líffræðinga, jarðfræðinga, landfræðinga, eldfjallafræðinga eða annara náttúrufræðinga? Þú kynnist því í náminu hjá okkur.
  • Hvernig maður og náttúra hafa áhrif hvort á annað?
  • Hvernig þú getur haft áhrif á umhverfismál?
Langar þig að starfa sem sérfræðingur um íslenska náttúru?
  • Til dæmis að stjórna og skipuleggja umhverfismál og landnýtingu, hafa eftirlit og umsjón með náttúruverndarsvæðum og mati á umhverfisáhrifum?
Þá er náttúru- og umhverfisfræði eitthvað fyrir þig!

Skipulag náms

Image
Image
Skiptinám

Alþjóðafulltrúi Landbúnaðarháskóla Íslands vinnur að því efla samstarf við erlenda háskóla og stofnanir og hefur umsjón með nemenda- og kennaraskiptaáætlunum á borð við Nordplus og Erasmus+ . Alþjóðafulltrúi stuðlar að aukinni þátttöku háskólans í ýmsum áætlunum Evrópusambandsins á sviði vísinda, menntunar og þjálfunar. 

Alþjóðafulltrúi veitir nemendum og kennurum upplýsingar um erlent samstarf LbhÍ og þau tækifæri sem þar liggja. Má þar m.a. nefna umsóknir um styrki til nemenda- og kennaraskipta.

Nánar

Image

Framhaldsnám í náttúru- og umhverfisfræði

Image

Nám í náttúru- og umhverfisfræðum er góð undirstaða undir allt framhaldsnám í náttúruvísindum. Einnig er námið kjörið fyrir þá sem hyggjast afla sér kennsluréttinda í náttúrufræðum á grunn- og framhaldsskólastigi.

Image

Hvað segja nemendur

Image
logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image