Náttúra og skógur
Náttúru- og umhverfisfræði

BS gráða – 180 ECTS
Grunnþekking á íslenskri náttúru, náttúrufari og vistkerfum
Námsbraut í náttúru- og umhverfisfræði leggur áherslu á íslenskra náttúru. Beitt er þverfaglegri nálgun við alla umfjöllun. Fjallað er um hvernig lífverur hafa áhrif á umhverfið og hvernig umhverfið hefur áhrif á þær. Áhersla er lögð á nýtingu mannsins á náttúrunni og hvernig við getum passað sem best upp á sjálfbæra þróun, það er, að ganga ekki á gæði jarðar og skila nátúrunni í sem bestu ástandi til komandi kynslóða.
Námið er bæði staðarnám og fjarnám.
Brautarstjóri
Fanney Ósk Gísladóttir
- Hvernig hægt er að bregðast umhverfisbreytingum, loftlagsbreytingum, náttúruhamförum, mengun eða gróðurbreytingum til dæmis?
Vilt þú geta haft áhrif á:
- Hvernig við mannfólkið nýtum náttúruna?
- Hvaða svæði við verndum og hvernig náttúruverndarsvæði eru nýtt?
- Að rannsaka náttúruna t.d. dýr, gróður, jarðveg eða jökla?
- Að skoða gervitunglamyndir og gera kort?
- Störf umhverfisfræðinga, líffræðinga, jarðfræðinga, landfræðinga, eldfjallafræðinga eða annara náttúrufræðinga? Þú kynnist því í náminu hjá okkur.
- Hvernig maður og náttúra hafa áhrif hvort á annað?
- Hvernig þú getur haft áhrif á umhverfismál?
- Til dæmis að stjórna og skipuleggja umhverfismál og landnýtingu, hafa eftirlit og umsjón með náttúruverndarsvæðum og mati á umhverfisáhrifum?
Skipulag náms


Alþjóðafulltrúi Landbúnaðarháskóla Íslands vinnur að því efla samstarf við erlenda háskóla og stofnanir og hefur umsjón með nemenda- og kennaraskiptaáætlunum á borð við Nordplus og Erasmus+ . Alþjóðafulltrúi stuðlar að aukinni þátttöku háskólans í ýmsum áætlunum Evrópusambandsins á sviði vísinda, menntunar og þjálfunar.
Alþjóðafulltrúi veitir nemendum og kennurum upplýsingar um erlent samstarf LbhÍ og þau tækifæri sem þar liggja. Má þar m.a. nefna umsóknir um styrki til nemenda- og kennaraskipta.
Nánar

Framhaldsnám í náttúru- og umhverfisfræði

Nám í náttúru- og umhverfisfræðum er góð undirstaða undir allt framhaldsnám í náttúruvísindum. Einnig er námið kjörið fyrir þá sem hyggjast afla sér kennsluréttinda í náttúrufræðum á grunn- og framhaldsskólastigi.

Hvað segja nemendur





