Fjarnám

Háskólabrautir

Image
Fjarnámslausnir
Við Landbúnaðarháskóla Íslands er boðið upp á fjarnámslausnir á öllum námsbrautum nema á landslagsarkitektúr. Fjarnámslausnir felast í upptökum á fyrirlestrum í staðarnámi. Nemendur með fjarnámslausnir geta hlustað á þessar upptökur í gegnum kennslukerfi LbhÍ. Fjarnemarnir geta hlustað á upptökurnar þegar þeim hentar – og oft á þá sömu ef því er að skipta. Þeir sem nýta fjarnámslausnir vinna sömu verkefni og staðarnemar.

Nánari upplýsingar um fjarnámslausnir er að fá hjá kennsluskrifstofu LbhÍ eða í síma 433-5000.

Image

Búfræðibraut

Image
Fjarnámsfyrirkomulag
Fjarnámið er byggt upp á svipaðan hátt og hefðbundið búfræðinám. Nemendur innritast á sama hátt í skólann og stunda námið á hálfum hraða. Flestir áfangar eru kenndir yfir vetrartímann en einhverjir áfangar koma inn á sumarönn (plöntusafn, námsdvöl og valfög).

Nánari upplýsingar um skipulag fjarnáms í búfræði veitir kennsluskrifstofa og brautarstjóri búfræðibrautar, Eyjólfur Kristinn Örnólfsson, eyjo@lbhi.is

Image
logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image