Ræktun & Fæða

Búfræði

Image
Búfræðinám er góður undirbúningur fyrir alla sem koma landbúnaði með einum eða öðrum hætti. Markmið búfræðibrautar er annars vegar búa nemendur undir fjölbreytt störf á sviði landbúnaðar- og matvælaframleiðslu með þeim hætti þeir uppfylli hæfnikröfur starfsins og hins vegar búa nemendur undir frekara nám. 


Kennt er á Hvanneyri.
Brautarstjóri í fjarveru Helga Eyleifs Þorvaldssonar er Eyjólfur Kristinn Örnólfsson  

Image
Er námið fyrir þig?
  • Hefur þú áhuga á vinnu með dýrum? 
  • Vilt þú geta rekið bú?
  • Hefuru gaman af vinnu með vélum og tækjum?
  • Hvernig framleiðum við matvæli framtíðarinnnar?
  • Vilt þú byggja sterkari grunn fyrir frekara nám í landbúnaðarfræðum  
Image

Skipulag náms í búfræði

Image
Námskeið ársins 2023-2024 (Fyrsta ár)
Haust Vor
    Inngangur að búfræði   3e 
    Girðingar  1e 
    Dráttarvélaakstur  2e 
    Jarðvegur og jarðrækt   2e 
    Búfjárhald I  3e 
    Grasafræði og nytjaplöntur   5e 
    Líffæra- og lífeðlisfræði búfjár I   2e 
    Vinnuhagræðing og öryggi  2e 
    Vélar og tæki I  3e 
    Búfjárhald II   2e 
    Reiðmennska I  4e 
    Ferðaþjónusta   3e 
    Búsmíði - tré  3e 
    Nautgriparækt I   3e 
    Sauðfjárrækt I   3e 
    Áburðarfræði    3e 
    Líffæra- og lífeðlisfræði búfjár II   3e 
    Vélar og tæki II   3e 
    Bókhald í búrekstri   3e 
    Námsdvöl   15e 
    Plöntusafn (greiningarnámskeið)   3e 
    Önnur dýr (Annað búfé)  3e 
    Ullariðn  3e 
    Járningar  1e 

 

Námskeið ársins 2024-2025 (Annað ár)
Haust Vor
    Jarðvinnsla og jarðrækt   3e 
    Umhverfi og sjálfbær landnýting    3e 
    Fóðurverkun  3e 
    Erfða- og kynbótafræði   3e 
    Námsdvöl - verkefni   4e 
    Búrekstur I   3e 
    Málmsuða  3e 
    Búrekstur II   3e 
    Ræktun nytjaplantna og plöntuvernd   3e 
    Bútækni og byggingar   3e 
    Úrbeining  1e 
    Heimavinnsla afurða  3e 
    Reiðmennska II - Fortamningar   4e 
    Trjáfellingar I   1e 
    Lífrænn landbúnaður   3e 
    Vélar og tæki III   3e 
    Rúningur   0e 
    Mjaltaþjónar   1e 
    Fóðurfræði   3e 
    Beitarstjórnun   3e 
    Atferli búfjár   3e 
    Áætlanagerð í búskap   4e 
    Markaðsvitund og gæðastýring   2e 
    Nytjaskógrækt  3e 
    Reiðmennska III   4e 
    Forræktun plantna   2e 
    Sauðfjárrækt II   3e 
    Lokaverkefni  4e 
    Búsmíði - járn   3e 
    Heilfóðurkerfi   1e 
    Hlunnindi og nýsköpun   3e 
    Endurræktun túna   3e 
    Jarðrækt - verklegt   1e 
    Rúningur  1e 
    Nautgriparækt II   3e 
    Grænmeti og rótarávextir  3e 

Reglur um námsframvindu
Nám í búfræði er rekið sem bekkjakerfi þannig að nemendur þurfa að jafnaði að ljúka öllum áföngum fyrri annar til að geta haldið áfram á aðra önn.

Image
Fjarnám
  • Fjarnámið er byggt upp á svipaðan hátt og hefðbundið búfræðinám. Nemendur innritast á sama hátt í skólann og stunda námið á hálfum hraða.  
  • Flestir áfangar eru kenndir yfir vetrartímann en einhverjir áfangar koma inn á sumarönn (plöntusafn, námsdvöl og valfög).  
  • Samskipti nemenda og skóla eru í megindráttum um internetið. Því er mikilvægt að allir séu nettengdir og kunnugir samskiptum á netmiðlum.  
  • Verklegir hlutar búfræðinámsins eru kenndir á námskeiðum sem haldin í fjarnemavikum sem fara fram tvisvar fyrir áramót og tvisvar erftir áramót á ári hverju. Reynt er að stytta eins og mögulegt er fjarveru nemenda frá búum sínum en gera má ráð fyrir 3-5 dögum í hverri fjarnemaviku. Nánara skipulag þessa þáttar námsins er kynnt við upphaf hverrar annar.  


Sjá nánar hér

Kennsla fer einnig fram á búum skólans

Image
Image

Að loknu námi í búfræði

Image

Nemandi útskrifast sem búfræðingur og er það góður undirbúningur undir frekara nám í búvísindum, dýralækningum og dýravísindum 


Búfræðingur starfar við sérhæfð landbúnaðarstörf, annaðhvort við eigin rekstur eða hjá öðrum og þá gjarnan sem verkstjóri eða bústjóri.

Búfræðingur sér um fóðrun, hirðingu og meðferð dýra, býr yfir þekkingu og færni í notkun og umhirðu landbúnaðartengdra véla, þekkingu á þörfum landbúnaðarins til landgæða, húsakosts og aðbúnaðar og færni til ræktunar og nýtingar plantna til fóðuröflunar og beitar.

Hann hefur þekkingu á ræktun og kynbótum búfjár. Hann er meðvitaður um lög og reglur sem tengjast landbúnaðarframleiðslu og gætir að umhverfi og öryggi. Hann nýtir auðlindir landsins á skynsamlegast hátt með sjálfbærni og afurðir að leiðarljósi.
 
Image

Möguleikar á framhaldsnámi

Image
Að loknu námi í búfræði opnast nemendum möguleikar á frekara nám á BS stigi til dæmis í búvísindum, dýralækningum eða dýravísindum.
logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image