GRÓ LRT

Landgræðsluskóli GRÓ

Image

Landgræðsluskólinn varð formlega hluti af neti UNESCO þann 1. janúar 2020 þegar skólinn varð hluti af GRÓ Þekkingarmiðstöð þróunarsamvinnu. GRÓ starfar undir merkjum Mennta-, vísinda- og menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNESCO, og er fyrsta þverfaglega miðstöðin sem það gerir.

Starfsfólk

Sjöfn Vilhelmsdóttir Forstöðumaður
Berglind Orradóttir Lektor (Í námsleyfi til 1. ápríl 2024)
Brita Kristina Berglund Verkefnisstjóri
Ragnheiður Matthíasdóttir Verkefnisstjóri 


Nánar um landgræðsluskóla GRÓ

Image

Skólinn er samstarfsverkefni utanríkisráðuneytisins, Landbúnaðarháskóla Íslands og Landgræðslunnar og er markmið hans að þjálfa sérfræðinga frá þróunarlöndum sem glíma við land- og jarðvegseyðingu og neikvæð áhrif loftslagsbreytinga. 

Landgræðsluskólinn hóf störf sem tilraunaverkefni árið 2007 og starfaði á árunum 2010 til 2019 undir hatti Háskóla Sameinuðu þjóðanna. Frá upphafi hafa yfir 130 manns frá 13 löndum útskrifast frá sex mánaða námi skólans á Íslandi og svipaður fjöldi hefur lokið stuttum námskeiðum á vegum skólans í þróunarlöndum.

Nemar í sex mánaða námi Landgræðsluskólans koma frá þróunarlöndum sem standa frammi fyrir landeyðingu og neikvæðum afleiðingum hennar á efnahag, samfélög og umhverfi. Þau eru öll starfsmenn samstarfsstofnana Landgræðsluskólans í heimalöndum sínum þar sem þau vinna að landgræðslu, umhverfisstjórnun og/eða sjálfbærri landnýtingu. Samstarfsstofnanir Landgræðsluskólans eru einkum ráðuneyti, umhverfisstofnanir og héraðsstjórnir, en einnig háskólar og aðrar rannsóknastofnanir. Mestur hluti kennslunnar fer fram í húsakynnum Landbúnaðarháskóla Íslands á Keldnaholti en nemarnir dvelja einnig drjúgan hluta sumarsins í höfuðstöðvum Landgræðslu ríkisins í Gunnarsholti á Rangárvöllum. Náminu líkur með kynningu á rannsóknaverkefnum sem nemarnir vinna að á meðan þeir dvelja hér á landi.

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image