Einelti, kynferðisleg og kynbundin áreitni
Einelti, kynferðisleg og
kynbundin áreitni
Það er stefna skólans að koma skýrum skilaboðum á framfæri um að einelti, kynferðis- eða kynbundin áreitni sem og hvers konar önnur óútskýrð áreitni verður ekki liðið.
Ef starfsfólk eða nemendur verða fyrir eða verða varir við einelti eða hverskonar áreitni ber að tilkynna það.
Tilkynning atviks
Hvert á að leita?
Mikilvægt er að tilkynna atvik varðandi einelti og hverslags áreitni. Almenna reglan er sú að málum skuli vísað til mannauðsstjóra eða námsráðgjafa til meðhöndlunar. Viðkomandi finnur viðeigandi farveg fyrir hvert mál og eru til ráðgjafar og stuðnings fyrir allt starfsfólk og nemendur í málefnum er varða einelti og áreitni. Viðbragðsáætlun má nálgast hér.
Farvegur getur eftir atvikum verið til:
- Mannauðsstjóra
- Starfs- og námsráðgjafa
- Jafnréttisfulltrúa
- Rektors
- Öryggistrúnaðarmanna
- Næsta yfirmanns
Frekari upplýsingar
Kynferðisofbeldi
Hér er að finna upplýsingar um fræðslu á vegum Stígamóta auk ýmis fræðsluefnis um kynferðisofbeldi.
Einelti á vinnustað
Hér er að finna upplýsingar frá Vinnueftirlitinu um viðbrögð við einelti á vinnustað
Verklagsreglur skólans
Ítarlegri upplýsingar og verklagsreglur LBHÍ er varðar einelti, kynferðislegt og kynbundið áreiti.
Dæmi um athafnir sem flokkast geta undir einelti:
- Orð sem niðurlægja, háðsyrði, særandi orð
- Rógburður, slúður, illt umtal
- Hrekkir, háð, að beita skapsmunum
- Sögusagnir til að grafa undan mannorði þolanda
- Ásakanir varðandi frammistöðu í starfi
- Truflun á störfum
- Aukið vinnuálag, gera of miklar kröfur
- Tvöföld skilaboð, hunsun
- Stöðug og óréttlát gagnrýni, hótanir
- Smásmugulegt eftirlit og skerðing hlunninda án skýringa
- Veita villandi upplýsingar eða halda þeim frá viðkomandi
- Niðurlæging í viðurvist annarra
- Útilokun frá félagslegum uppákomum
- Niðrandi skírskotun til aldurs, kyns eða litarháttar
- Skemmdarverk á eigum eða hlutum sem tilheyra starfsmanni
Einstaklingar sem verða fyrir einelti upplifa jafnan ýmsa streitutengda sjúkdóma og eru svefntruflanir og kvíði algeng einkenni meðal fórnarlamba eineltis. Einelti á vinnustað getur eyðilagt sjálfsmynd fólks og haft áhrif á allt líf þess sem fyrir því verður sem og fjölskyldu einstaklingsins og starfsferil.
Algengt er að gerendur átti sig ekki á þeim afleiðingum sem einelti getur haft fyrir þann sem fyrir því verður. Erfitt er að segja fyrirfram hverjir beita einelti á vinnustöðum. Mögulegt er þó að nefna nokkra þætti sem taldir eru sameiginlegir þeim einstaklingum sem beita einelti.
Sem dæmi má nefna að oft einkennir þessa einstaklinga:
- Skortur á sjálfstrausti
- Óöryggi
- Félagsleg vanhæfni
- Vanhæfni til að stjórna