Umsókn um starfsmenntanám
Umsókn um starfsmenntanám við Landbúnaðarháskóla Íslands

Sótt er um búfræði nám rafrænt gegnum samskiptagátt Landbúnaðarháskóla Íslands.
Umsóknarfrestur
Opnað er fyrir umsóknir í búfræði í lok febrúar og er opið til 5. júní fyrir komandi haustönn.
Nánari upplýsingar
Allar frekari upplýsingar er að fá hjá kennsluskrifstofu LbhÍ í síma 433-5000 eða á netfanginu kennsluskrifstofa@lbhi.is.
Að útfylltri umsókn fær umsækjandi sendan veflykil í tölvupósti og með veflyklinum er hægt að fylgjast með stöðu umsóknar.
Garðyrkjunám
Frá og með hausti 2022 færist garðyrkjunám frá LbhÍ yfir til Fjölbrautarskóla Suðurlands. Umsækjendur um Blómaskreytingar, Garð- og skógarplöntur, Lífræna ræktun matjurta, Ylræktun, Skógtækni og Skrúðgarðyrkju sækja um á vef FSu. Innritun í framhaldsskóla hefst 15. mars og stendur til 22. apríl fyrir nemendur sem eru fædd fyrir 2006. Nemendur sem eru að ljúka grunnskóla innrita sig frá 25. apríl – 10. júní.
