Doktorsnám

Doktorsnám á fræðasviðum náttúruvísinda

Image

Við Landbúnaðarháskóla Íslands er unnt að leggja stund á doktorsnám á fræðasviðum náttúruvísinda (undirflokkar: náttúru- og umhverfisfræði, skógfræði og landgræðsla og umhverfisskipulag) og auðlinda og búvísinda (undirflokkar: búvísindi og hestafræði), þar sem viðkomandi deild metur að nauðsynleg aðstaða og sérþekking sé fyrir hendi. Markmið doktorsnáms er að veita nemendum víðtæka og trausta rannsóknaþjálfun og gera þá færa um að stunda sjálfstæð vísindastörf.

Val og vinna við rannsóknarverkefni er fyrst og fremst á ábyrgð nemanda. Hann ráðfærir sig við einn af kennurum skólans og vinnur að verkefninu undir stjórn eða umsjón hans.

Miðstöð framhaldsnáms við Háskóla Íslands hefur umsjón með og fylgir eftir settum viðmiðum og kröfum um gæði framhaldsnáms við Landbúnaðarháskóla Íslands sbr. 18. gr. reglna þessara og 66. gr. reglna Háskóla Íslands nr. 569/2009.

Til að innritast í doktorsnám við Landbúnaðarháskóla Íslands skal nemandi hafa lokið viðurkenndu meistaraprófi á fagsviðinu sem doktorsnámið skal byggjast á eða hafa meistaragráðu á tengdu fagsviði. Meistaragráða sem leggja skal til grundvallar doktorsnámi verður að vera veitt af viðurkenndum háskóla. Doktorsnám að loknu meistaraprófi skal jafngilda þriggja ára námi í fullu starfi hið minnsta. Doktorsnámið skiptist í 150 eininga rannsóknarverkefni og að minnsta kosti 30 eininga námskeiðshluta.

Umsjónarmaður framhaldsnáms er Hlynur Óskarsson

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image