Skrásetningargjöld
Skrásetningargjöld í Landbúnaðarháskóla Íslands
Skráningargjöld
Skráningargjöld LbhÍ eru 75.000 kr fyrir grunn- og framhaldsnám háskólabrauta og 55.000 kr fyrir innritun á vormisseri (hálft ár). Í Búfræði fyrir nám á framhaldsskólastigi eru skráningargjöld 50.000 kr. Skráningargjöld eru óafturkræf.
Á hverju hausti eru haldnir nýnemadagar sem allir nýnemar ættu að taka þátt í. Kennsla fer fram á stuttönnum (búfræði & háskóladeild), þ.e. kennt er í sjö vikur og þá hefst prófatíð yfir tveggja vikna tímabil. Einstök námskeið í háskóladeild standa yfir tvær stuttannir.