Tölvuþjónusta

Tölvuþjónusta

Image

Tölvuþjónustu sinnir
Eva Símonardóttir.
Netfang:  hjalp@lbhi.is 

Starfsmenn tölvumála eru að jafnaði við á milli kl 08:00-16:00 alla virka daga.

Tölvuþjónusta á Hvanneyri er staðsett á annarri hæð hjá bókasafni. Senda má póst á netfangið hjalp@lbhi.is, verður erindi þar afgreitt eins fljótt og auðið er.

Einnig er hægt að fá fjaraðstoð. Starfsmaður tölvumála sendir hlekk í tölvupósti að smáforriti TeamViewer. Með því er tölvuaðstoð veitt heimild til að taka yfir tölvu notanda og aðstoða við lausn mála.

Tölvuver er til afnota nemendum á Hvanneyri. Í kjallara Ásgarðs er stofa með níu tölvum sem nemendur geta nýtt sér þegar ekki er kennsla í stofunni. Einnig eru þrjár tölvur á bókasafni í Ásgarði og fjórar tölvur í vinnusal landslagsarkitektanema.

Allir notendur að tölvubúnaði, tölvuneti, gögnum eða annarri tölvuþjónustu hjá LbhÍ, bera ábyrgð á notkun sinni og skulu auðkenna sig rétt í öllum samskiptum á neti skólans. Notendum tölvubúnaðar LbhÍ er skylt að kynna sér þær reglur sem háskólaráð eða umsjónamenn tölvukerfa setja, ásamt reglum um notkun RH-netsins. Umsjónarmenn tölvukerfa áskilja sér rétt til að loka aðgangi aðila, sem brjóta þessar reglur, og tilkynna meint brot.

Nemendum er ekki heimilt að tengja tölvur sínar við netkerfi skólans nema þeir séu með samþykktar og uppfærðar vírusvarnir. Þeir nemendur, sem verða uppvísir af því að vera með smitaðar vélar, mega búast við því að lokað verði á aðgang þeirra að netkerfinu án fyrirvara.

Image
Ugla upplýsingasvæði
Ugla er aðalkennsluvefur og heldur utan um feril nemenda í skólanum. Þar geta nemendur skoðað persónulega stundaskrá sína og aðrar slíkar upplýsingar, svo sem einkunnir, prófatöflur og annað.

Hægt er að sækja smáforrit tengt Uglu. Það má finna inn á AppStore og Play Store.
Office 365 pakkinn

Skólinn veitir starfsfólki og nemendum aðgang að office pakka Microsoft. Hann inniheldur m.a. Word, Excel, Powerpoint, Outlook tölvupóst, OneDrive gagnageymslu, Teams ásamt fleiru. Skjölum inn í O365 er auðvelt að deila með öðrum, eins er hægt að vinna saman í skjali.

Til að skrá sig inn er farið inn á portal.office.com. Netfang frá skóla er notendanafnog lykilorðið er það sama og í Uglu.

Hægt er að vinna í skjölum og öðru í vafra en einnig er hægt að hlaða pakkanum niður í tölvu og fá þá skjáborðsforrit. 

Allir fá úthlutað tölvupóstfangi frá skólanum. Hægt að tengja netfangið við almennt tölvupóstforrit á einkatölvum, hlaða niður smáforriti eða nota í vafra. Nemandi slær inn „notendanafn“, sem er netfangið og þar á eftir kemur lykilorð sem nemandi fær úthlutað.

Allir notendur LbhÍ fá aðgang að gagnageymslu Office 365, OneDrive. Plássið sem hver og einn fær er 1TB (1.000 GB).

Athugið að aðgangur að Office 365 lokast þegar námi lýkur. Því er nauðsynlegt fyrir nemendur að huga að því að taka afrit af pósti og gögnum áður en námi lýkur.

logo

Knowledge in the field of sustainable use of resources, environment, planning and food production.

LBHÍ / AUI

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Phone 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Electronic invoices
Image

Campuses

Shortcuts

Social media

Image
Image