Alþjóðasamstarf

Öflugt alþjóðlegt samstarf

Image

Alþjóðafulltrúi Landbúnaðarháskóla Íslands vinnur að því efla samstarf við erlenda háskóla og stofnanir og hefur umsjón með nemenda- og kennaraskiptaáætlunum á borð við Nordplus, Erasmus+ og NOVA. Alþjóðafulltrúi stuðlar að aukinni þátttöku háskólans í ýmsum áætlunum Evrópusambandsins á sviði vísinda, menntunar og þjálfunar. 

Alþjóðafulltrúi veitir nemendum og kennurum upplýsingar um erlent samstarf LBHÍ og þau tækifæri sem þar liggja. Má þar m.a. nefna umsóknir um styrki til nemenda- og kennaraskipta.

Kynntu þér skiptinámið og kíktu við á skrifstofu alþjóðafulltrúa og fáðu aðstoð við undirbúning umsóknar eða í spjall um möguleikana þína.

Opnir viðtalstímar eru;

Mánudaga milli 10:00 - 13:00

Miðvikudaga milli 10:00 - 16:30

Einnig er sniðugt að bóka viðtalstíma:

Tímabókun fer fram á bókunarvefnum

Í boði eru viðtöl í persónu á skrifstofu Alþjóðasviðs á Hvanneyri eða fjarfundarviðtal á Teams.

Alþjóðafulltrúi er Christian Schultze

Deildarfulltrúi alþjóðamála: Eva Hlín Alfreðsdóttir
Sérfræðingur: Lukáš Pospíšil
Sérfræðingur: Utra Mankasingh

Opnir viðtalstímar á Hvanneyri:
mánudagar: kl :10:00 - 13:00
miðvikudagar: kl 10:00 - 16:30

Image

Samstarfsskólar

Image
Landbúnaðarháskóli Íslands er með samninga við fjölmarga erlenda skóla sem nemendur og starfsfólk geta nýtt sér.
Image

UNIgreen háskólanetið

Image
Landbúnaðarháskólinn er aðili að háskólanetinu UNIgreen – The Green European University ásamt 7 öðrum háskólum. Samningur þess efnis var undirritaður í febrúar á þessu ári og hlaut úthlutun til evrópskra háskólaneta (e. European Universities) úr Erasmus+ áætluninni nýverið.
UNIgreen netið er ætlað að efla samvinnu um menntun, rannsóknir og nýsköpun sem og bættra ferla og miðlun þekkingar á sviði landbúnaðar, lífvísinda og líftækni.
Image
Image

NOVA samstarfsnet

Image
NOVA háskólanetið er samstarf norrænna háskóla á sviði landbúnaðar, dýralækninga, skógfræði og skyldra greina með áherslu á sameiginleg námskeið fyrir doktorsnema. Sjö norrænir háskólar standa að samstarfinu, auk LBHÍ og SLU í Svíþjóð eru það Lífvísindaháskólinn í Noregi (NMBU), Háskólinn í Helsinki, Háskólinn í Austur-Finnlandi (UEF), Kaupmannahafnarháskóli og Háskólinn í Árósum. Landbúnaðarháskóli Íslands hefur tekið við formennsku...
Image
Image
Christian Schultze
Christian SchultzeRannsókna og alþjóðafulltrúichristian@lbhi.is
Christian sér um skiptinám til LBHÍ, bæði starfsfólk og nema sem vilja koma til okkar í starfs- eða skiptinám hjá Landbúnaðarháskóla Íslands. Hans aðalstarfsstöð er á Keldnaholti þar sem hann tekur vel á móti þér og svarar þeim fyrirspurnum sem þú kannt að hafa.
Eva Hlín Alfreðsdóttir
Eva Hlín AlfreðsdóttirDeildarfulltrúi alþjóðasviðsevahlin@lbhi.is
Deildarfulltrúi alþjóðamála og hjálpar nemendum og starfsfólki á öllum námstigum að fara út í skiptinám, starfsnám eða í starfsþjálfun. Aðalstarfsstöð er á Hvanneyri og viðtalstímar mánudaga kl 10:00 - 13:00 og miðvikudaga kl 10:00 - 16:30. Þú getur bókað fund á bókunarvefnum annaðhvort í persónu á skrifstofu Alþjóðasviðs á Hvanneyri eða á Teams, eða kíkt við.
logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image