Alþjóðasamstarf
Öflugt alþjóðlegt samstarf

Alþjóðafulltrúi Landbúnaðarháskóla Íslands vinnur að því efla samstarf við erlenda háskóla og stofnanir og hefur umsjón með nemenda- og kennaraskiptaáætlunum á borð við Nordplus, Erasmus+ og NOVA. Alþjóðafulltrúi stuðlar að aukinni þátttöku háskólans í ýmsum áætlunum Evrópusambandsins á sviði vísinda, menntunar og þjálfunar.
Alþjóðafulltrúi veitir nemendum og kennurum upplýsingar um erlent samstarf LBHÍ og þau tækifæri sem þar liggja. Má þar m.a. nefna umsóknir um styrki til nemenda- og kennaraskipta.
Kynntu þér skiptinámið og kíktu við á skrifstofu alþjóðafulltrúa og fáðu aðstoð við undirbúning umsóknar eða í spjall um möguleikana þína.
Opnir viðtalstímar eru;
Mánudaga milli 10:00 - 13:00
Miðvikudaga milli 10:00 - 16:30
Einnig er sniðugt að bóka viðtalstíma:
Tímabókun fer fram á bókunarvefnum
Í boði eru viðtöl í persónu á skrifstofu Alþjóðasviðs á Hvanneyri eða fjarfundarviðtal á Teams.
Alþjóðafulltrúi er Christian Schultze
Deildarfulltrúi alþjóðamála: Eva Hlín Alfreðsdóttir
Sérfræðingur: Lukáš Pospíšil
Sérfræðingur: Utra Mankasingh
Opnir viðtalstímar á Hvanneyri:
mánudagar: kl :10:00 - 13:00
miðvikudagar: kl 10:00 - 16:30

Samstarfsskólar


UNIgreen háskólanetið

UNIgreen netið er ætlað að efla samvinnu um menntun, rannsóknir og nýsköpun sem og bættra ferla og miðlun þekkingar á sviði landbúnaðar, lífvísinda og líftækni.
NOVA samstarfsnet



