Ræktun & Fæða
Búvísindi

BS gráða - 180 ECTS einingar
Matvælaframleiðsla og ræktun lands
Námið byggist á hagnýtri líffræði og landbúnaðarfræðum. Það veitir undirbúning fyrir margvísleg störf tengd landbúnaði eða nám í dýralækningum, svo sem búrekstur, þjónustu, leiðbeiningar, kennslu og rannsóknir. Það er góð undirstaða fyrir framhaldsnám og vísindastörf á sviði landbúnaðarfræða.

- Hefur þú áhuga á matvælaframleiðslu
- Vilt þú geta ræktað land
- Hefuru gaman af dýrum?
- Ertu forvitin(n) um hagnýta líffræði?
- Langar þig stuðla að sjálfbærni?
Skipulag náms í búvísindum


Alþjóðafulltrúi Landbúnaðarháskóla Íslands vinnur að því efla samstarf við erlenda háskóla og stofnanir og hefur umsjón með nemenda- og kennaraskiptaáætlunum á borð við Nordplus og Erasmus+ . Alþjóðafulltrúi stuðlar að aukinni þátttöku háskólans í ýmsum áætlunum Evrópusambandsins á sviði vísinda, menntunar og þjálfunar.
Alþjóðafulltrúi veitir nemendum og kennurum upplýsingar um erlent samstarf LbhÍ og þau tækifæri sem þar liggja. Má þar m.a. nefna umsóknir um styrki til nemenda- og kennaraskipta.
Nánar


Framhaldsnám í búvísindum

Meistaranám (MS) í búvísindum eykur hæfni fólks til að starfa í leiðbeiningaþjónustu í hvers konar búrekstrartengdum störfum. Einnig er mögulegt að stunda rannsóknanám til doktorsgráðu á sumum sviðum búvísinda.



