Nemendagarðar
Íbúðir og húsnæði í boði
Á Hvanneyri hafa nemendur möguleika á að leigja herbergi eða íbúðir. Í boði eru einstaklingsherbergi, einstaklingsíbúðir og tveggja til fjögurra herbergja íbúðir.
Upplýsingar um íbúðir veitir Hafdís Jóhannsdóttir
Leiguverð
Leiga er samkvæmt gjaldskrá Nemendagarða hverju sinni. Húsaleiga er bundin vísitölu neysluverðs og breytist leiguverð í réttu hlutfalli við breytingar á henni mánaðarlega
Gjaldskrá nemendagarða 2023
Gjaldskrá nemendagarða 2023
Íbúðir í boði
Flutt inn
Nýir leigutakar verða að skrifa niður athugasemdir og ábendingar um galla og/eða tjón. Hafi leigutaki eitthvað við íbúð/herbergi að athuga þarf hann að gera athugasemd þar að lútandi eigi síðar en sólarhring eftir afhendingu íbúðar.
Athugasemdir við flutning í íbúð skal senda á Hafdísi Jóhannsdóttur sem kemur þeim áleiðis til húsvarðar sem mun bregðast við vandamálinu við fyrsta tækifæri.
Sýnið biðlund – mikið álag getur skapast þegar margir nýir leigjendur flytja inn á sama tíma.
Ábyrgðartrygging
Þeir sem eru að flytja inn í húsnæði Nemendagarðanna þurfa að fylla út blað við undirritun samnings þar sem fram kemur að leigjandi skuldbindi sig að greiða tryggingu, allt að 150.000, ef skemmdir verða á húsnæði á leigutímanum eða við brottflutning.
Athugasemdir við flutning í íbúð skal senda á Hafdísi Jóhannsdóttur sem kemur þeim áleiðis til húsvarðar sem mun bregðast við vandamálinu við fyrsta tækifæri.
Sýnið biðlund – mikið álag getur skapast þegar margir nýir leigjendur flytja inn á sama tíma.
Ábyrgðartrygging
Þeir sem eru að flytja inn í húsnæði Nemendagarðanna þurfa að fylla út blað við undirritun samnings þar sem fram kemur að leigjandi skuldbindi sig að greiða tryggingu, allt að 150.000, ef skemmdir verða á húsnæði á leigutímanum eða við brottflutning.
Flutt út
Þegar húsnæði er skilað skal sækja úttektargögn í móttöku skólans, fylgið þeim leiðbeiningum um þrif og skil á húsnæði.
Það er á ábyrgð leigjandans að vera tímanlega í sambandi við úttektaraðila og finna tíma til úttektar á dagvinnutíma.
Leigjandi skal vera viðstaddur úttekt.
Ekki er leyfilegt að skila íbúð/lykli fyrr en að úttektaraðili hefur fyllt út úttektarlista og samþykkt úttektina.
Lykli skal skilað í síðasta lagi daginn eftir að leigutímabili lýkur til umsjónamanns nemendagarða eða í móttöku skólans. Sé lykli ekki skilað á réttum tíma verður leiga áfram innheimt.
Það er á ábyrgð leigjandans að vera tímanlega í sambandi við úttektaraðila og finna tíma til úttektar á dagvinnutíma.
Leigjandi skal vera viðstaddur úttekt.
Ekki er leyfilegt að skila íbúð/lykli fyrr en að úttektaraðili hefur fyllt út úttektarlista og samþykkt úttektina.
Lykli skal skilað í síðasta lagi daginn eftir að leigutímabili lýkur til umsjónamanns nemendagarða eða í móttöku skólans. Sé lykli ekki skilað á réttum tíma verður leiga áfram innheimt.
Húsreglur
- Íbúum er skylt að ganga þrifalega um íbúðir og lóðir nemendagarðanna og sýna sjálfsagða hirðusemi, t.a.m. farga rusli sínu a viðeigandi hátt i tunnur eða sorpmóttöku i Borgamesi. Óheimilt er að geyma númerslausa bila, dekk og annað þess háttar fyrir utan húsin. Dót við innganga að ibúðum skal halda i algjöru lágmarki. Óheimilt er að negla í veggi íbúða. Leggja skal í bílastæði hverrar blokkar, ekki við götu samsíða blokkum.
- Leigjendur skulu hafa hugfast að valda öðrum íbúum hússins sem minnstu ónæði og óþægindum. Milli kl. 24:00 og 07:00 skal ríkja kyrrð i husnæðinu. Leitað skal eftir samþykki næstu nágranna ef um sérstakar uppákomur er að ræða s.s. partý og veislur sem raskað geta ró þeirra eftir kl. 24:00. Sígarettu- og vape reykingar eru ekki leyfðar innanhúss i húsnæði nemendagarðanna.
- Dýrahald er stranglega bannað í húsnæði og lóð nemendagarðanna og er þá átt við hunda, ketti, kanínur og önnur þau dýr er geta valdið ofnæmi, skemmdum á húsnæði og/eða ónæði.
- Í útifatageymslu skal gæta fyllsta hreinlætis. Þar er leyfilegt að geyma útiföt í skáp sem tilheyrir íbúðinni, reiðhjól og bamavagna. Óheimilt er að geyma annað í útifatageymslu.
- Íbúum er skylt að gera húsverði strax viðvart ef um bilanir eða skemmdir verða á húsnæði eða búnaði þess, í tölvupósti á netfangið hafdisjo@lbhi.is eða í síma 433 5000.
- Við brottflutning úr húsnæði skal íbúðinni, geymslu, útifataskáp og öðru því sem leigjanda tilheyrir skilað vel þrifnu samkvæmt úttektargögnum sem fást í móttöku skólans. Fyrir lyklaskil er húsnæðið tekið út að leigjanda viðstöddum (óski hann þess) á dagvinnutíma úttektaraðila. Ef allt er í lagi samþykkir úttektaðilinn skilin sem veitir leigjanda heimild til að skila inn lykli.
- Lyklum skal skilað síðasta dag leigutimabils til húsvarðar á viðkomandi stað, úttektaraðila eða til umsjónamanns nemendagarða, Hafdísar Jóhannsdóttur. Ekki er hægt að skila lykli nema úttekt á húsnæði hafi farið fram. Leiga verður innheimt þar til lykli er skilað.
- Ef upp kemur misbrestur á skilum á húsnæði er heimilt að rukka leigutaka um viðgerð/þrif, 4000 kr. á klst, þrif og áhöld innifalin.
- Tímabundnir leigusamningar eru óuppsegjanlegir og samningum verður ekki rift nema í verulega sérstökum tilvikum, sem dæmi ef nemandi hættir í skólanum eða flytur í burtu. Ef slíkt kemur fyrir greiðir íbúi fulla leigu fyrir þann mánuð sem hann skilar lykli í.
- Ef leigjandi (eða hans fjölskylda) fylgir ekki ofangreindum húsreglum (sem dæmi: dýrahald, ónæði í húsnæði, vanhirða o.fl.) skal viðkomandi hljóta skriflega áminningu. Ef engar úrbætur verða/við næsta brot er stjórn nemendagarðanna heimilt að rifta samningi við viðkomandi leigjanda og skal hann skila húsnæði samkvæmt reglu nr. 6 og 7 án tafar.
Úthlutunarreglur