Skiptinám

Skiptinám

Image

Landbúnaðarháskóli Íslands leggur mikla áherslu á að vera í góðu sambandi við háskóla bæði innan og utan Evrópu.

UNIgreen háskólanetið

LBHÍ er hluti af stóru Evrópusambandsverkefni úr Erasmus+ áætluninni um evrópsk háskólanet (e. European Universities). Okkar samstarfsnet nefnist UNIgreen – The Green European University

UNIgreen er ætlað að efla samvinnu um menntun, rannsóknir og nýsköpun sem og bættra ferla og miðlun þekkingar á sviði landbúnaðar, lífvísinda og líftækni.

NOVA og BOVA samstarf

LBHÍ er einnig í mjög góðu samstarfi við 6 systurstofnanir á Norðurlöndunum og rekur með þeim Norræna dýralækna- og landbúnaðarháskólann NOVA sem er samræmingar- og samstarfsvettvangur háskólanna. Í gegnum NOVA geta nemendur með BS-gráðu gengið beint inn í meistaranám í mörgum greinum við þessa háskóla og fengið einingar sínar metnar til fulls. 

Hvað getur NOVA boðið þér?

Aðildarskólar að NOVA og umsóknarskilyrði 



Nordplus

NOVA er í samstarfi við Nordplus en það gerir nemendum kleift að sækja um styrki vegna ferðakostnaðar og uppihalds meðan á dvöl stendur, en sumir þessarra skóla hafa einnig gert Erasmus+ samstarfssamning við LBHI og þá er hægt að sækja um námsstyrk í gegnum Erasmus, sem er ívið hærri en Nordplus styrkurinn.

NOVA netverkið er einnig í góðu samstarfi við systursamtök í baltensku löndunum, BOVA university network og hafa nemendur LBHÍ sama aðgang að námi við þá skóla eins og NOVA skólana.

ERASMUS

LBHÍ er með samstarfssamninga við ýmsa skóla í Evrópu í gegnum ERASMUS-áætlunina. ERASMUS+ byggir m.a. upp á einstaklingsstyrkjum til nemendaskipta og geta nemendur sótt um dvöl í 3-12 mánuði án þess að það tefji þá í námi þar sem skilyrði er að námið erlendis verði að fullu metið þegar heim er komið.

Image

Hafa samband

Image

Opnir viðtalstímar á Hvanneyri:
mánudagar: kl 9:00 - 15:00
miðvikudagar: kl 13:00 - 16:30
Senda fyrirspurn inter@lbhi.is

Alþjóðafulltrúi: Christian Schultze
Deildarfulltrúi: Eva Hlín Afreðsdóttir
Sérfræðingur:  Lukás Pospísil
Sérfræðingur: Utra Mankasingh

Samstarfsskólar

Image

Möguleikar erlendis

Image
Allir nemendur eiga kost á að taka hluta af námi sínu við erlenda samstarfsháskóla.

Hafðu samband við alþjóðaskrifstofu til að fá nánari upplýsingar inter@lbhi.is
logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image