Laus störf
Hér má finna lista yfir laus störf hjá Landbúnaðarháskóla Íslands. Frekari upplýsingar má nálgast hjá mannauðsstjóra.
Skoða mannauðsstefnu LBHÍ.
Staða nýdoktors er laus til umsóknar hjá Landbúnaðarháskóla Íslands til að taka þátt í verkefninu Áhrif endurheimtar votlendis á jöfnuð gróðurhúsalofttegunda og aðra vistkerfisferla (ReWet). Verkefnið er styrkt er af Rannsóknajóði RANNÍS. Um er að ræða ráðningu til tveggja ára.
Losun gróðurhúsalofttegunda frá framræstu landi er stærsti einstaki þátturinn í losunarbókhaldi Íslands, en landstölur byggja nú að stærstum hluta á losunarstuðlum IPCC og eru því háðar töluverðri óvissu vegna skorts á beinum mælingum hérlendis. Í ReWet verkefninu eru gerðar mælingar á losun GHL frá bæði náttúrulegu og framræstu votlendi sem verður svo endurheimt. Verkefnið er leitt af Landbúnaðarháskóla Íslands og samstarfsaðilar eru Land og skógur, Háskólinn á Akureyri, Svarmi ehf og Helsinkiháskóli.
Helstu verkefni og ábyrgð
-
Taka virkan þátt í útirannsóknum árið um kring á Íslandi
-
Ábyrgð á rekstri færanlegra mælitækja til að mæla flæði CO2, CH4 og N2O og skala upp slíkar mælingar bæði í tíma og rúmi
-
Aðstoða við rekstur iðufylgni-mælistöðvar (e. eddy covariance tower)
-
Umsjón með sumarstarfsmönnum og framhaldsnemum sem vinna við verkefnið og samstarf við aðra þátttakendur
-
Halda utan um stór gagnasöfn og vinna greiningar sem tengja saman klefa-GHL mælingar við aðra hluta verkefnisins sem snúa að örveruvistfræði, jarðvegsfræði, fjarkönnun, vatnafræði, o.fl.
-
Taka þátt í birtingu niðurstaðna frá verkefninu í alþjóðlegum vísindaritum í samstarfi við aðra þátttakendur
Hæfniskröfur
-
Doktorsgráða í umhverfisvísindum, vistkerfisfræði, votlendisvistfræði, eða skyldum greinum sem nýtast í verkefninu
-
Reynsla af mælingum á flæði gróðurhúsalofttegunda og úrvinnslu, túlkun og skölun slíkra mæligagna í tíma og rúmi
-
Geta til að vinna sjálfstætt við erfiðar umhverfisaðstæður og sem hluti af hópi
-
Hafa ökuréttindi sem gilda á Íslandi
-
Vera altalandi og skrifandi á enska tungu
-
Hafa sýnt fram á reynslu af ritun og birtingu alþjóðlegra vísindagreina
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.
Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir um að láta ferilskrá, kynningarbréf, prófskírteini auk ritskrá fylgja umsókn sinni.
Landbúnaðarháskóli Íslands áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.
Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 30.12.2024
Nánari upplýsingar veitir
Bjarni Diðrik Sigurðsson, bjarni@lbhi.is
Sími: 4335000
Guðmunda Smáradóttir, gudmunda@lbhi.is
Sími: 4335000
Staða lektors í jarðrækt við Landbúnaðarháskóla Íslands (LbhÍ) er laus til umsóknar. Rannsóknir LbhÍ takast á við mikilvægar áskoranir í jarðrækt og þróun sjálfbærra landbúnaðarhátta á tímum mikilla loftslagsbreytinga. Fjölbreytilegar umhverfisaðstæður á Íslandi bjóða upp á einstakt tækifæri til að rannsaka aðlögun fóðurjurta og ræktunarkerfa fyrir mismunandi búrekstur á norðlægum slóðum. Starfsmaðurinn á að gegna lykilhlutverki í að efla þessar rannsóknir með sérþekkingu sinni í jarðræktarfræðum og stuðla að nýsköpun, aukinni sjálfbærni og þekkingu.
Um Landbúnaðarháskóla Íslands
Landbúnaðarháskóli Íslands (LbhÍ) er mennta- og rannsóknastofnun á sviði landbúnaðar, landnýtingar, umhverfisvísinda, landslagsarkitektúrs og skipulagsfræða. LbhÍ vinnur að sjálfbærri nýtingu auðlinda, hágæða landbúnaðarframleiðslu og leggur áherslu á umhverfisvernd og sjálfbærni í allri starfsemi sinni. LbhÍ veitir gráður á BSc, MSc og doktorsstigi ásamt því að bjóða uppá starfsmenntanám í búfræði á framhaldsskólastigi.
Um deildina
Staðan er innan deildar Ræktunnar og fæðu sem hefur það að aðalmarkmiði að deila og varðveita þekkingu og dýpka á sviði jarðræktar og búfjárfræða. Enn fremur er leitast við að efla nýsköpun í gegnum rannsóknir og kennslu. Viðfangsefni deildarinnar eru þverfagleg og blandast þar saman líffræðilegir, tæknilegir, efnahagslegir og samfélagslegir þættir sem tengjast landbúnaðarframleiðslu og áhrifum hennar á umhverfið og samfélagið í heild.
Helstu verkefni og ábyrgð
-
Byggja upp alþjóðlega viðurkenndar rannsóknir í jarðrækt með áherslu á fóðurjurtir
-
Birta ritrýndar vísindagreinar, afla rannsóknarstyrkja og taka virkan þátt í alþjóðlegu og innlendu samstarfi
-
Kennsla og þróun námskeiða á grunn- og framhaldsstigi
-
Leiðbeina nemendum í rannsóknaverkefnum
-
Taka virkan þátt í faglegu þróunarstarfi og uppbyggingu innan skólans
Hæfniskröfur
-
Doktorspróf í jarðrækt, öðrum landbúnaðarfræðum, plöntulífeðlisfræði eða öðrum greinum náttúruvísinda sem gagnast í jarðræktarrannsóknum
-
Þekking og reynsla af rannsóknum í jarðrækt og/eða tengdum greinum
-
Reynsla af kennslu, ásamt getu og vilja til fjölbreyttrar þekkingarmiðlunar á fræðasviðinu
-
Skýr framtíðarsýn varðandi rannsóknir og þróun fræðasviðsins
-
Geta til að vinna sjálfstætt og sem hluti af hóp
-
Samstarfshæfni og lipurð í samskiptum
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.
-
Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir um að láta ferilskrá, kynningarbréf, prófskírteini auk ritskrá fylgja umsókn sinni.
-
Athygli er vakin á því að samkvæmt reglum LbhÍ er rektor heimilt að veita framgang í starf dósents eða prófessors strax við nýráðningu ef umsækjandi uppfyllir viðkomandi hæfnisviðmið.
-
Landbúnaðarháskóli Íslands áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum.
-
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 30.12.2024
Nánari upplýsingar veitir
Erla Sturludóttir, erla@lbhi.is
Sími: 433-5000
Guðmunda Smáradóttir, gudmunda@lbhi.is
Sími: 433-5000
Staða lektors í endurheimt vistkerfa hjá Landbúnaðarháskóla Íslands er laus til umsóknar. Hlutverk deildarinnar er að byggja brú á milli náttúru og samfélags með rannsóknum, kennslu, þjálfun og ráðgjöf á sviði sjálfbærrar landnýtingar og endurheimtar vistkerfa.
Helstu verkefni og ábyrgð
-
Uppbygging alþjóðlegra viðurkenndra rannsókna á sviði endurheimtar vistkerfa og skyldra greina
-
Birting ritrýndra vísindagreina, öflun rannsóknarstyrkja og virk þátttaka í alþjóðlegu og innlendu samstarfi
-
Þátttaka í kennslu og þróun við Landgræðsluskóla GRÓ LRT og námsleiðum háskólans
-
Leiðbeining nemenda í GRÓ LRT og öðrum námsleiðum háskólans
-
Virk þátttaka í faglegu þróunarstarfi og uppbyggingu innan háskólans
Hæfniskröfur
-
Doktorsgráða í endurheimt vistkerfa eða skyldum greinum umhverfisvísinda
-
Reynsla af rannsóknum og starfi sem tengist endurheimt vistkerfa og sjálfbærri landnýtingu
-
Birtingar greina á viðurkenndum alþjóðlegum vettvangi
-
Samstarfshæfni og lipurð í samskiptum
-
Góð íslensku- og enskukunnátta í töluðu og rituðu máli
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.
Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir um að láta ferilskrá, kynningarbréf, prófskírteini auk ritskrá fylgja umsókn sinni.
Athygli er vakin á því að samkvæmt reglum LbhÍ er rektor heimilt að veita framgang í starf dósents eða prófessors strax við nýráðningu ef umsækjandi uppfyllir viðkomandi hæfnisviðmið.
Landbúnaðarháskóli Íslands áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.
Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 30.12.2024
Nánari upplýsingar veitir
Bjarni Diðrik Sigurðsson, bjarni@lbhi.is
Sími: 4335000
Guðmunda Smáradóttir, gudmunda@lbhi.is
Sími: 4335000
Landbúnaðarháskóli Íslands (LbhÍ) er að auka og styrkja rannsóknaþjónustu háskólans og leitar að reynslumiklum og metnaðarfullum fjármálastjóra rannsóknarverkefna til að ganga til liðs við rannsókna- og alþjóðateymi háskólans. Um er að ræða mikilvægt hlutverk í rannsóknasamfélagi háskólans, þar sem nýr starfsmaður mun gegna lykilhlutverki við að veita stuðning og leiðsögn til að tryggja fjármögnun og stjórnun rannsóknaverkefna.
Helstu verkefni og ábyrgð
-
Vinna með rannsóknahópum LbhÍ við að þróa, samræma og leggja fram samkeppnishæfar styrkumsóknir innanlands sem erlendis
-
Veita sérfræðiráðgjöf og leiðsögn við undirbúning rannsóknaumsókna, með sérstaka áherslu á fjármála- og áætlanagerð
-
Eftirfylgni með rannsóknaverkefnum, tryggja skilvirka umsýslu, rekstur verkefna og að kröfur um skýrslugerð séu uppfylltar
-
Náin samvinna með rannsókna- og alþjóðafulltrúa sem og deildarforseta við að ná rannsóknamarkmiðum deildar
-
Þátttaka í faglegu þróunarstarfi og uppbyggingu innan háskólans
Hæfniskröfur
-
MSc í verkefnastjórnun eða sambærilegum greinum
-
Umfangsmikil reynsla af stjórnun alþjóðlegra rannsóknaverkefna með áherslu á Horizon
-
Umfangsmikil reynsla af áætlanagerð og fjárhagslegu uppgjöri verkefna
-
Framúrskarandi færni ritaðri og munnlegri ensku
-
Samstarfshæfni og lipurð í samskiptum
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.
Með umsókn þarf að fylgja:
-
Ferilskrá
-
Afrit af prófskírteinum
-
Upplýsingar um umsagnaraðila
Öllum umsækjendum verður svarað og þeim tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin.
Við ráðningu í störf við LbhÍ er tekið mið af jafnréttisáætlun háskólans.
All applicants will receive a response and will be notified of the outcome of the recruitment process once a decision has been made.
When hiring for positions at the Agricultural University of Iceland, the university's equality policy will be followed.
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 24.01.2025
Nánari upplýsingar veitir
Christian Schultze, christian@lbhi.is
Sími: 433 5000
Guðmunda Smáradóttir, gudmunda@lbhi.is
Sími: 433 5000
Sækja um starf
Laus er til umsóknar staða kennsluforseta við Landbúnaðarháskóla Íslands (LbhÍ). Um er að ræða nýja stöðu við háskólann sem verður til vegna sameiningu þriggja fagdeilda LbhÍ. Um er að ræða krefjandi starf við ört vaxandi alþjóðlega menntastofnun sem krefst m.a. hæfni í breytingastjórnun og faglegri stjórnun í akademísku umhverfi.
Landbúnaðarháskóli Íslands er mennta- og rannsóknastofnun á sviði landbúnaðar, landnýtingar, umhverfisvísinda, landslagsarkitektúrs og skipulagsfræða. LbhÍ veitir BSc, MSc og PhD gráður ásamt því að bjóða upp á starfsmenntanám í búfræði á framhaldsskólastigi.
Helstu verkefni og ábyrgð
-
Yfirumsjón með kennslu og námskrárgerð í samstarfi við deildarforseta, námsbrautarstjóra, kennslustjóra og annað starfsfólk kennsluskrifstofu
-
Umsjón með útfærslu og samþættingu námsframboðs í samvinnu við námsbrautarstjóra
-
Yfirsýn með mönnun námskeiða og umsjón með ráðningu stundakennara
-
Yfirsýn og eftirfylgni með gæðum kennslu
-
Yfirumsjón með málefnum nemenda er varða framvindu, umkvartanir eða annað í samvinnu við kennsluskrifstofu
-
Fulltrúi LbhÍ í Miðstöð framhaldsnáms og aðalumsjón með framhaldsnámi háskólans
-
Virk þátttaka í faglegu þróunarstarfi og uppbyggingu innan háskólans
Hæfniskröfur
-
Doktorspróf og akademískt hæfi
-
Samskiptahæfni, jákvæðni, drifkraftur og geta til að takast á við breytingar
-
Leiðtogahæfileikar og geta til að hvetja aðra til árangurs
-
Hæfni til að móta og miðla framtíðarsýn á sviði kennslumála
-
Reynsla af umsjón með kennslu og námskrárgerð skilyrði
-
Reynsla af starfi innan háskóla skilyrði
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.
Rektor ræður kennsluforseta til fimm ára samkvæmt verklagsreglum sem háskólaráð LbhÍ setur og starfar kennsluforseti í umboði hans. Kennsluforseti getur að hámarki starfað í tvö ráðningartímabil.
Umsækjendur skulu láta fylgja umsókn sinni kynningarbréf auk vottorðs um námsferil sinn og störf, ritaskrá, skýrslu um vísindastörf og önnur störf sem þeir hafa unnið.
Við ráðningu í störf við LbhÍ er tekið mið af jafnréttisáætlun háskólans.
Landbúnaðarháskóli Íslands áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum. Auglýsing getur gilt í allt að sex mánuði. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 31.01.2025
Nánari upplýsingar veitir
Ragnheiður I Þórarinsdóttir, ragnheidur@lbhi.is
Sími: 433 5000
Guðmunda Smáradóttir, gudmunda@lbhi.is
Sími: 433 5000
Laus er til umsóknar staða deildarforseta við Landbúnaðarháskóla Íslands (LbhÍ). Um er að ræða nýja stöðu við háskólann sem verður til vegna sameiningu þriggja fagdeilda LbhÍ. Um er að ræða krefjandi starf við ört vaxandi alþjóðlega menntastofnun sem krefst m.a. hæfni í breytingastjórnun og faglegri stjórnun í akademísku umhverfi.
Landbúnaðarháskóli Íslands er mennta- og rannsóknastofnun á sviði landbúnaðar, landnýtingar, umhverfisvísinda, landslagsarkitektúrs og skipulagsfræða. LbhÍ veitir BSc, MSc og PhD gráður ásamt því að bjóða upp á starfsmenntanám í búfræði á framhaldsskólastigi.
Helstu verkefni og ábyrgð
-
Yfirumsjón með stjórnun og rekstri fagdeildar
-
Stefnumörkun og framþróun fagdeildar
-
Umsjón með málum sem snerta rannsóknir og alþjóðlega starfsemi í samstarfi við alþjóða- og rannsóknafulltrúa
-
Gerð fjárhagsáætlunar fagdeildar í samvinnu við kennsluforseta og rekstrarstjóra
-
Frumkvæði að samstarfi milli námsbrauta og við aðra háskóla, stofnanir og hagaðila innanlands sem utan
-
Ábyrgð á framkvæmd gæða- og mannauðsmála í samráði við mannauðs- og gæðastjóra
-
Virk þátttaka í faglegu þróunarstarfi og uppbyggingu innan háskólans
Hæfniskröfur
-
Doktorspróf sem tengjast sérsviðum háskólans og akademískt hæfi
-
Samskiptahæfni, jákvæðni, drifkraftur og geta til að takast á við breytingar
-
Leiðtogahæfileikar og geta til að hvetja aðra til árangurs
-
Hæfni til að móta og miðla framtíðarsýn
-
Hæfni til að byggja upp og leiða teymi akademískra starfsmanna
-
Reynsla af rekstri og stjórnun skilyrði
-
Reynsla af starfi innan háskóla skilyrði
-
Reynsla af rannsóknum og starfi sem tengjast sérsviðum háskólans
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.
Rektor ræður deildarforseta til fimm ára samkvæmt verklagsreglum sem háskólaráð LbhÍ setur og starfar deildarforseti í umboði hans. Deildarforseti getur að hámarki starfað í tvö ráðningartímabil.
Umsækjendur skulu láta fylgja umsókn sinni kynningarbréf auk vottorðs um námsferil sinn og störf, ritaskrá, skýrslu um vísindastörf og önnur störf sem þeir hafa unnið.
Við ráðningu í störf við LbhÍ er tekið mið af jafnréttisáætlun háskólans.
Landbúnaðarháskóli Íslands áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum. Auglýsing getur gilt í allt að sex mánuði. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 31.01.2025
Nánari upplýsingar veitir
Ragnheiður I Þórarinsdóttir, ragnheidur@lbhi.is
Sími: 433 5000
Guðmunda Smáradóttir, gudmunda@lbhi.is
Sími: 433 5000
Starf bústjóra Hvanneyrarbúsins ehf er laust til umsóknar.
Hlutverk Hvanneyrarbúsins er búrekstur í þágu kennslu- og rannsóknastarfs Landbúnaðarháskóla Íslands.
Félagið á að skapa aðstöðu fyrir nemendur og starfsmenn LbhÍ og samstarfsaðila þeirra til fræðslu og
rannsókna sem tengjast nautgriparækt, sauðfjárrækt, jarðrækt, auðlindanýtingu og umhverfisvernd.
Viðkomandi starfsmaður hefur umsjón með rekstri Hvanneyrarbúsins. Um fullt starf er að ræða.
Helstu verkefni
- Umsjón með starfsemi og rekstri Hvanneyrarbúsins
- Umsjón með ræktunarstefnu, lögbundnu hjarðskýrsluhaldi og öðru skýrsluhaldi fyrir rannsóknir og kennslu
- Umsjón með aðbúnaði búfjár og viðhaldi á aðstöðu og tækjabúnaði
- Vinna við gegningar, heyskap, jarðrækt og fleira
- Þátttaka í rannsóknum og mælingum
- Móttaka nemenda, kennara og tilfallandi gesta
- Virk þátttaka í uppbyggingu og innleiðingu nýsköpunar í búrekstri sem og önnur störf er tilheyra búrekstri
Menntunar- og hæfniskröfur
- Próf í búvísindum eða skyldum greinum
- Stjórnunarreynsla og reynsla af rekstri
- Reynsla af nautgriparækt, sauðfjárrækt og vélavinnu
- Önnur iðnmenntun sem nýtist í starfi er kostur
- Sjálfstæð, skipulögð og snyrtileg vinnubrögð
- Færni í mannlegum samskiptum
- Góð almenn tölvukunnátta
- Gott vald á talaðri og ritaðri íslensku og ensku
Umsóknarfrestur er til 24. janúar 2025
Gert er ráð fyrir að umsækjandi hefji störf eigi síðar en 1. apríl 2025.
Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag
hafa gert. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.
Nánari upplýsingar veita:
- Ragnheiður I. Þórarinsdóttir, stjórnarformaður Hvanneyrarbúsins, ragnheidur@lbhi.is, s. 433-5000
- Theodóra Ragnarsdóttir, rekstrarstjóri Landbúnaðarháskóla Íslands, theodora@lbhi.is, s. 433-5000