Laus störf

Hér má finna lista yfir laus störf hjá Landbúnaðarháskóla Íslands. Frekari upplýsingar má nálgast hjá mannauðsstjóra.
Skoða mannauðsstefnu LBHÍ.

Image
Verkefnastjóri Landgræðsluskólans - GRÓ LRT

Verkefnastjóri Landgræðsluskólans - GRÓ LRT

Landgræðsluskólinn (GRÓ LRT) óskar eftir að ráða öflugan verkefnastjóra í spennandi og fjölbreytt starf þar sem reynir á frumkvæði og lausnamiðað hugarfar. Um er að ræða fullt starf.

Landgræðsluskólinn er hýstur hjá Landbúnaðarháskóla Íslands og er hluti af GRÓ Þekkingarmiðstöð þróunarsamvinnu, sem starfar undir hatti UNESCO. Markmið skólans er að þjálfa sérfræðinga sem starfa hjá stofnunum á sviði landgræðslu og sjálfbærrar landnýtingar í samstarfslöndum skólans í Afríku og Mið-Asíu.

Skólinn er hluti af alþjóðlegri þróunarsamvinnu Íslands og er kostaður af opinberum fjármunum utanríkisráðuneytisins til þróunarsamvinnu. Stærsta verkefni skólans ár hvert er 6 mánaða þjálfun á Íslandi fyrir starfandi fagfólk í samstarfslöndunum þar sem mikil áhersla er lögð á hagnýtingu þekkingar.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Þjónusta, stuðningur og upplýsingagjöf til nemenda og kennara Landgræðsluskólans

  • Þátttaka í skipulagi, þróun og uppbyggingu skólans, sem og kynningarstarfi

  • Vinna við ýmis kerfi sem tengjast nemendabókhaldi, framkvæmd kennslu og útskrift nemenda

  • Umsjón með verkefnavinnu nemenda í samvinnu við leiðbeinendur

  • Miðlun faglegra upplýsinga í töluðu og rituðu máli sem og á samfélagsmiðlum

  • Önnur tilfallandi verkefni


Hæfniskröfur

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi, gerð er krafa um meistarapróf

  • Haldgóð reynsla af verkefnastjórnun og upplýsingamiðlun

  • Góð enskukunnátta í töluðu og rituðu máli

  • Reynsla af störfum innan háskólasamfélagsins er kostur

  • Þekking eða starfsreynsla á sérsviðum Landgræðsluskólans er kostur

  • Jákvæðni, lausnamiðuð nálgun og framúrskarandi samskiptahæfni

  • Hæfni til að starfa í fjölmenningarlegu umhverfi

  • Heiðarleiki og nákvæmni í vinnubrögðum

  • Íslenskukunnátta er æskileg


Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.

Við ráðningu í störf hjá Landbúnaðarháskóla Íslands er tekið mið af jafnréttisáætlun stofnunarinnar.

Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 05.12.2023


Nánari upplýsingar veitir

Sjöfn Vilhelmsdóttir, sjofn@lbhi.is

Sími: 433 5000

Guðmunda Smáradóttir, gudmunda@lbhi.is

Sími: 433 5000


SÆKJA UM STARF

 
Image
logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image