Námsfyrirkomulag

Skólaárið

Image

LbhÍ er lítill skóli með mikla sérstöðu. Skólinn býður hvort tveggja upp á nám á framhaldsskólastigi og á háskólastigi. Aðalstarfsstöð LbhÍ er á Hvanneyri en starfsstöðvar er einnig á Keldnaholti í Reykjavík. Nemendur hafa gott aðgengi að kennurum og leitast starfsfólk skólans eftir því að skapa nemendum sínum góða vinnuaðstöðu á starfsstöðum skólans. Hér fyrir neðan er að finna helstu upplýsingar til nýnema

Skólaárið

  • Á háskólabrautum hefst skólaárið um 20. ágúst og lýkur í maí. Skólavetrinum er skipt niður í fjórar annir sem eru sjö vikur hver, tvær annir að hausti og tvær að vori. Eftir hverja önn eru ein til tvær prófavikur. Skyldumæting er fyrir nemendur í staðarnámi og með fjarnámslausnir fyrstu þrjá kennsludagana í ágúst.

  • Kennsla í búfræði I hefst um 20. ágúst og lýkur í mars/apríl, en þá tekur við verknám á viðurkenndu verknámsbýli. Á öðru ári í búfræði hefst kennslan um 20. ágúst og lýkur í apríl/maí. Dagsetning útskriftar er að finna í starfsáætlun hér til hliðar.

Allar frekari upplýsingar er að fá hjá kennsluskrifstofu LbhÍ í síma 433-5000 eða á netfanginu kennsluskrifstofa@lbhi.is.

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image