Laus störf
Hér má finna lista yfir laus störf hjá Landbúnaðarháskóla Íslands. Frekari upplýsingar má nálgast hjá mannauðsstjóra.
Skoða mannauðsstefnu LBHÍ.

Laus störf
Landbúnaðarháskóli Íslands óskar eftir því að ráða verkefnastjóra í Endurmenntun LbhÍ. Um er að ræða fullt starf.
Helstu verkefni og ábyrgð
-
Umsjón með námskeiðsframboði, námsgögnum og skipulagi í samstarfi við endurmenntunarstjóra
-
Þróun og uppbygging námskeiða, einkum á sviði reiðmennsku og hestafræða við Endurmenntun LbhÍ og aðrar deildir LbhÍ
-
Þróun örnámskeiða
-
Samskipti og miðlun upplýsinga til kennara og nemenda
-
Samskipti við helstu hagsmunaaðila innan og utan skólans
-
Undirbúningur og umsýsla námskeiða
-
Önnur tilfallandi verkefni
Hæfniskröfur
-
Reynsla af verkefnastjórnun
-
Reynsla af fullorðinsfræðslu
-
Háskólapróf í reiðkennslu/tamningum og reynsla af þjálfun hrossa æskilegt
-
Góð tölvukunnátta
-
Geta til að vinna sjálfstætt og sem hluti af hóp
-
Samstarfshæfni og lipurð í samskiptum
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 31.03.2025
Nánari upplýsingar veitir
Guðmunda Smáradóttir, gudmunda@lbhi.is
Sími: 433 5000
