Náttúra og skógur

Náttúru- og umhverfisfræði

Image

BS gráða – 180 ECTS

Grunnþekking á íslenskri náttúru, náttúrufari og vistkerfum

Námsbraut í náttúru- og umhverfisfræði leggur áherslu á ferla í íslenskri náttúru, þar sem með þverfaglegri nálgun er horft á samspil ólífrænnna og lifandi þátta náttúrunnar í samhengi við nýtingu náttúrunnar. Farið er í grunnatriði helstu lífveruhópa sem hér eru og hvernig lífvana umhverfi hefur áhrif á þessa hópa. Einnig er sjónum beint að hvernig megi nýta náttúruna á sjálfbæran hátt

Staðarnám og fjarnám.

Skipulag náms

Image
Námskeið ársins 2023-2024 (Fyrsta ár)
Haust Vor
    INNGANGUR AÐ VISTFRÆÐI   2e 
    MAÐUR OG NÁTTÚRA   4e 
    LÁGPLÖNTUR OG SVEPPIR    4e 
    VINNULAG OG AÐFERÐIR Í HÁSKÓLANÁMI   4e 
    ALMENN EFNAFRÆÐI   6e 
    ALMENN JARÐFRÆÐI   6e 
    HAGNÝT GRUNNTÖLFRÆÐI    4e 
    GRASAFRÆÐI   4e 
    LANDUPPLÝSINGAKERFI I (Kortafræði)   6e 
    LÍFRÆN EFNAFRÆÐI    4e 
    VISTFRÆÐI I    4e 
    VISTFRÆÐI II    4e 
    VEÐURFARSFRÆÐI   4e 
    LANDUPPLÝSINGAKERFI II    6e 

Valnámskeið eru eingöngu fyrir nemendur sem lokið hafa skyldunámskeiðum 1. árs.

Námskeið ársins 2024-2025 (Annað ár)
Haust Vor
1)   LÍFEÐLISFRÆÐILEGIR FERLAR Í PLÖNTUM     2e 
    SIÐFRÆÐI NÁTTÚRUNNAR   4e 
1)   FLÉTTUR OG MOSAR     4e 
1)   ÍSLENSK VISTKERFI     8e 
1)   VISTHEIMT OG SJÁLFBÆR LANDNÝTING     6e 
    JARÐVEGSFRÆÐI   6e 
2)   VATNSHAGUR     4e 
    ÖRVERUFRÆÐI   4e 
2)   SJÁLFBÆR ÞRÓUN    4e 
2)   LANDNÝTING - NÁTTÚRUNÝTING Á ÍSLANDI     4e 
2)   ALMENN DÝRAFRÆÐI - HRYGGDÝR    6e 
1) Kennt annað hvert ár, næst kennt 2024/2026.
2) Kennt annað hvert ár, næst kennt 2025/2027.

Valnámskeið eru eingöngu fyrir nemendur sem lokið hafa skyldunámskeiðum 1. árs.

Námskeið ársins 2025-2026 (Þriðja ár)
Haust Vor
1)   VATNAVISTFRÆÐI    6e 
1)   DÝRAFRÆÐI HRYGGLEYSINGJA   4e 
1)   BEITARVISTFRÆÐI OG SKIPULAG        4e 
1)   NÁTTÚRUVERND OG TÚLKUN    6e 
    AUÐLINDA- OG UMHVERFISHAGFRÆÐI   4e 
    SAMSKIPTI Í UMHVERFIS- OG AUÐLINDAMÁLUM    4e 
    MAT Á UMHVERFISÁHRIFUM   6e 
2)   JARÐFRÆÐI ÍSLANDS   4e 
2)   PLÖNTUVISTFRÆÐI    4e 
    B.S. LOKAVERKEFNI - Náttúru- og umhverfisfræði  10e 
1) Kennt annað hvert ár, næst kennt 2023/2025.
2) Kennt annað hvert ár, næst kennt 2024/2026.

Valnámskeið eru eingöngu fyrir nemendur sem lokið hafa skyldunámskeiðum 1. árs.

Námskeið ársins 2023-2024 (Óháð námsári)
Haust Vor
    SKÓGFRÆÐI I - Kynning á fagsviði skógræktar   6e 
1)   LÍFRÆN RÆKTUN    4e 
    TÖLFRÆÐI OG TILRAUNASKIPULAG     8e 
    LANDUPPLÝSINGAKERFI III  4e 
    ARKITEKTÚR OG NÁTTÚRA - Jákvæð áhrif hönnunar á náttúruna   2e 
2)   MENGUN - UPPSPRETTUR OG ÁHRIF   6e 
    PLÖNTUNOTKUN I - Tré og runnar    6e 
3)   HEILBRIGÐI PLANTNA    4e 
4)   SUMARNÁMSKEIÐ - JARÐ- OG JARÐVEGSFRÆÐI    2e 
5)   SUMARNÁMSKEIÐ - PLÖNTUGREINING    2e 
    SKIPULAGSFRÆÐI   4e 
    FRUMKVÖÐLAFRÆÐI     2e 
2)   ÍSLENSK HLUNNINDI      4e 
    REKSTUR OG ÁÆTLANAGERÐ (Eigin rekstur)    6e 
    VERNDARÁÆTLANIR   6e 
1) Val á öðru eða þriðja ári.
2) Kennt annað hvert ár, næst kennt 2023/2025.
3) Kennt annað hvert ár, næst kennt 2024/2026.
4) Kennt í lok maí. Hægt að taka eftir fyrsta eða annað ár.
5) Kennt í lok júní. Hægt að taka eftir fyrsta eða annað ár.

Nemendur geta valið um önnur valnámskeið að uppfylltum undanfara, í samráði við brautarstjóra.

Image
Aðgangskröfur
Stúdentspróf eða annað framhaldsskólapróf sem háskólaráð telur jafngilt og mælir með. Að auki er æskilegt að nemendur búi yfir hæfni á: 2. hæfniþrepi í raungreinum, þ.e. efnafræði, eðlisfræði, líffræði og jarðfræði. 3. hæfniþrep í ensku, einkum hvað varðar lestur fræðitexta og 2. hæfniþrepi í stærðfræði, einkum almennar reikniaðferðir í algebru og jöfnureikningi.
Image

Framhaldsnám í náttúru- og umhverfisfræði

Image

Nám í náttúru- og umhverfisfræðum er góð undirstaða undir allt framhaldsnám í náttúruvísindum. Einnig er námið kjörið fyrir þá sem hyggjast afla sér kennsluréttinda í náttúrufræðum á grunn- og framhaldsskólastigi.

Image

Hvað segja nemendur

Image


Ég valdi námið í náttúru- og umhverfisfræði fyrir þverfaglega nálgun þessara tveggja fræðasviða, sem veitir víðfeðma þekkingu jafngildi tveggja gráða. Ástæðan fyrir valinu var einnig áhugi fyrir sjálfbærni- og umhverfismálum.  

Námið spannar vítt svið fræðigreina, allt frá veðurfarsfræði og jarðvegsfræði til vistfræði og umhverfisstjórnunar. Þessar fjölbreyttu fræðigreinar víkkuðu ekki aðeins sjónarhorn mitt, heldur gerðu mér einnig kleift að kafa dýpra í mitt áhugasvið, sem ruddi brautina fyrir áframhaldandi nám og spennandi starf.  

Það sem stóð upp úr náminu var tilfinningin af því að vera hluti af samfélagi Hvanneyrar, jafnvel án þess að búa þar, því samskipti við kennara og starfsfólk skólans hafa verið persónuleg og þægileg. Vettvangsferðir, bein reynsla í vísindastarfi og praktísk vinna á rannsóknarstofu voru ómetanlegir þættir námsins.  

Þekkingin sem ég öðlaðist í náttúrufræðigreinum hefur opnað nýjar víddir í hvernig ég upplifi og skynja landslagið og náttúruna. Nú eru gönguferðir ekki einungis tómstund, heldur tækifæri til að skoða og þekkja fugla, skordýr, plöntur, fléttur og sveppi í meiri smáatriðum, auk þess sem ég hef öðlast nýjan skilning á jarðvegi, jarðfræði og að meta ástand lands og gróðurs. 

Í dag er ég í framhaldsnámi í Skipulagsfræði við LBHÍ og vinn hjá Landgræðslunni við ýmis rannsóknarstörf. Tækifærin eru mörg og ég er þakklát fyrir námið sem hefur opnað svo marga möguleika á frekara námi eða starfsferil. 

Image


Náttúru- og umhverfisfræðin opnaði fyrir mér nýjan heim fullan af spennandi fróðleik. Í náminu hef ég fengið að rækta áhuga minn á náttúruvísindum og er stöðugt að bæta við þekkingu mína um það hvernig hægt er að lifa í sátt og samlyndi við náttúruna. Námið hefur líka fært mér vini sem deila með mér dýrmætu áhugamáli-náttúrunni. 

Image

 

Ég valdi náttúru- og umhverfisfræði, vegna þess að það passaði vel við áhugasvið mitt, námið er þverfaglegt og fjölbreytt sem mér leist vel á.

Áfangarnir eru mismunandi eins og þeir eru margir, það vakti áhuga minn þegar ég var að skoða námið. Það er töluvert af verklegum æfingum sem var gaman að vinna og læra helstu handtökin. Kennarnir eru fróðir um sitt fag og vöktu áhuga minn á ýmsu sem ég bjóst ekki við að hafa áhuga á. Félagslífið er gífurlega gott og alltaf eitthvað um að vera, sem er nauðsynlegt til að kúpla sig úr skólastressinu.

Image


Ég fór í náttúru- og umhverfisfræði vegna þess að námið er fjölbreytt og þverfaglegt. Mín helstu áhugamál tengjast útivist og heillaði námið mig þar sem það spannar allt milli himins og jarðar (bókstaflega) og opnar einnig fyrir marga möguleika.

Image


Ég valdi námið í náttúru og umhverfisfræði vegna þess að ég hef brennandi áhuga á náttúruvernd, sjálfbærri náttúrunýtingu og umhverfismálum.

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image