Umsókn um framhaldsnám
Námsleiðir

Námið er 120 einingar (ECTS) og skiptist í
Starfsmiðað meistaranám Alþjóðlegar meistarnámsbrautir
Umsóknarfrestur

Sótt er um MS nám rafrænt gegnum samskiptagátt Landbúnaðarháskóla Íslands.
Sækja þarf um á komandi haustönn fyrir 15. apríl ár hvert og annað hvert ár fyrir Endurheimt vistkerfa (Næst 2025). Umsóknarfrestur til að hefja nám á komandi vorönn er 15.október.
Skipulagsfræði
Umsóknarfrestur fyrir komandi haustönn er til 5. júní ár hvert.
Nánari upplýsingar

Allar frekari upplýsingar er að fá hjá kennsluskrifstofu LbhÍ í síma 433-5000 eða á netfanginu kennsluskrifstofa@lbhi.is.
Að útfylltri umsókn fær umsækjandi sendan veflykil í tölvupósti og með veflyklinum er hægt að fylgjast með stöðu umsóknar.
Inntökuskilyrði

Nemendur sem sækja um framhaldsnám þurfa að hafa lokið BA, B.ed eða BSc prófi eða sambærilegu þriggja ára háskólanámi með fyrstu einkunn (7,25).
Fylgigögn með umsóknum í framhaldsnám
Með umsókn skulu eftirfarandi gögn fylgja:
- Afrit af prófskírteinum
- Ferilskrá (CV)
- Markmið
- Drög að námsáætlun undirrituð af nemanda og leiðbeinanda (Einstaklingsmiðað rannsóknatengt MS nám)
- Sjá nánar í reglum um meistaranám

