Háskólinn
Hagnýtt nám í
persónulegumskemmtilegumskóla
Sérstaða okkar er náttúra Íslands - nýting, viðhald og verndun hennar. Viðfangsefni kennslu og rannsókna við LbhÍ er því landið og það sem á því lifir.
Landbúnaðarháskóli Íslands er lítill háskóli sem einnig markar honum sérstöðu. Andrúmsloft kennslunnar og félagslífsins er persónulegt og mikið um hópavinnu og sameiginlega úrlausn verkefna.
NÁTTÚRA & SKÓGUR
Framtíðarstefna
Starfsemi Landbúnaðarháskóla Íslands snertir öll 17 sjálfbærnimarkmið Sameinuðu Þjóðanna að engu undanskildu.
Stefna skólans til framtíðar speglar sig að heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna og stefnu ríkisstjórnarinnar um sjálfbæra þróun, loftslagsmarkmið, ósnortin víðerni og verndun náttúru og lífs.
Rannsóknir
Landbúnaðarháskóli Íslands gegnir lykilhlutverki í þeim þáttum samfélagsins sem snúa að þróun landbúnaðar, nýtingu náttúruauðlinda, skipulagsmála, umhverfis- og loftslagsmála sem og samfélagsins og efnahagslífsins í heild. Rannsóknir spila stórt hlutverk í starfsemi okkar sem snýr að lykilsviðum okkar.