Opin málstofa um skipulag strandsvæða verður á netinu 26. nóvember kl 12 að íslenskum tíma til kl 15. Málsofan er á vegum COAST verkefnisins sem leitt er af Landbúnaðarháskólanum og styrkt af Norðurslóðaáætluninni.
Fjallað um COAST verkefnið og niðurstöður þess og er málstofan öllum opin. Liðsstyrkur hefur fengist frá Háskólanum í Maine sem mun halda erindi um sambærilegt verkefni sem er í gangi þar. Fyrirlesarar munu miðla þekkingu og reynslu í skipulagi strandsvæða með áherslu á sjálfbærni og notkun drónatækni. Nánari upplýsingar og dagskrá má finna hér.
Stofnuð hefur verið viðburðarsíða á Facebook þar sem hægt er að skrá sig og verður einnig hægt að senda inn spurningar þar á meðan á málstofunni stendur.
Hlekkur á streymið ( https://livestream.com/accounts/11153656/events/9406589/player )
--
--
tengt efni
Nýting dróna við skipulag og þróun landsvæðaNPA-verkefnið COAST fer vel af stað
Landbúnaðarhásklóli Íslands stýrir alþjóðlegu verkefni um skipulag strandsvæða sem styrkt er af Norðurslóðaáætluninni
Ríkidæmi náttúrulegra stranda og tækifæri til aukinnar lýðheilsu