Vallarrýgresisyrki á Hvanneyri 18. júní 2019. Ljósmynd úr Riti LbhÍ nr. 124

Yrki, sem mælt er með fyrir landbúnað, gras- og golfflatir, landgræðslu og garðrækt

Út er komið Rit LbhÍ nr. 124 sem ber heitið Nytjaplöntur á Íslandi 2020. Á nytjaplöntulistanum 2020 hefur verið bætt við nokkrum yrkjum frá listanum 2019 eða; þrem í vallarrýgresi, tveim í sumarrýgresi, einu í vetrarrýgresi, einu í vetrarrepju, einu í byggi til þroska, tveim í höfrum til þroska og tveim í vetrarhveiti. Þá hefur Helgi Jóhannesson ráðunautur Ráðgjafamiðstöðvar landbúnaðarins komið til liðs við okkur til að velja yrki í hvítkáli, blómkáli, spergilkáli, kínakáli, grænkáli og gulrótum sem reynst hafa vel á Ísland. 

Á listanum eru yfirleitt yrki í hverri tegund sem hafa reynst best í skipulögðum tilraunum hér á landi. Þetta á sérstaklega við fjölær fóðurgrös og kornyrki til þroska. Grænfóðuryrki á listanum hafa verið prófuð hér á landi en ekki endilega eins mikið eða skipulega eins og kornyrkin. Einnig eru á listanum yrki í sumum tegundum með góða reynslusögu á Íslandi en hafa ekki endilega verið prófuð í skipulögðum tilraunum.

Á markaði eru til sölu mörg yrki sem ekki hafa verið prófuð hér á landi eða hafa staðið sig illa í tilraunum og hafa þess vegna ekki náð á nytjaplöntulistann.

Eins og fyrr markast listinn talsvert af því hvað yrkjaprófanir í mörgum tegundum eru stopular eða engar hér á landi. Fyrir því liggja nokkrar ástæður en einnig er í mörgum tegundum mjög takmarkað framboð af nýjum yrkjum sem henta við íslenskar aðstæður.

Þóroddur Sveinsson ritstjóri. 

Höfundar yrkjalista:
Guðni Þorvaldsson LbhÍ (túngrös, landgræðsla, gras- og golfflatir)
Helgi Jóhannesson, Ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins (útigrænmeti)
Hrannar Smári Hilmarsson LbhÍ (korn, grænfóður)
Samson Bjarnar Harðarson LbhÍ (ber)
Þóroddur Sveinsson LbhÍ (túngrös, korn, olíuplöntur, grænfóður og heilsæði)

Ritið má nálgast í heild sinni hér

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image