Séð inní garðskálanum áður en vinna hófst. Ljósmynd Guðríður Helgadóttir

Viðgerðir hafnar á garðskála

Mikil vinna fór í að grisja plöntur og færa til. Ljósmynd Guðríður Helgadóttir
Mikil vinna er fólgin í því að undirbúa innviði skálans áður en viðgerð við þak hefst. Taka þarf upp hellulagnir og plöntur sem þarfnast flutings eða grisjunar. Ljósmynd Guðríður Helgadóttir
Svona var umhorfs í garðskálanum að morgni 5.apríl s.l. Ljósmynd Már Guðmundsson

Til stóð að hefja viðgerðir og endurbætur garðskálans á Reykjum síðar í vor en hann fór illa í óviðrinu sem gekk yfir landið í byrjun apríl síðas tliðinn. Miklar skemmdir urðu bæði á húsnæði sem og plöntum en vegna skemmdanna var ráðist í að hefja viðgerðir fyrr en áætlað var. Guðríður Helgadóttir starfsmenntanámsstjóri við skólann tók þessar myndir á öðrum degi endurbóta. Til viðmiðunar má sjá mynd fyrir viðgerðir og mynd sem sýnir stöðuna daginn eftir storminn sem Már Guðmundsson starfsmaður skólans tók.

Mikil vinna er framundan en það verður virkilega gaman að geta tekið á móti nýjum nemendum í haust í nýjum og endurbættum garðskála sem svo sannarlega er hjartað í starfseminni á Reykjum. Garðskálinn er miðrýmið í skólabyggingunni sem hönnuð var af Hrafnkeli Thorlacious og fyrsti áfangi hennar tekinn í notkun 1965. Garðskálinn tengir mötuneyti, kennslustofur og skrifstofur starfsmanna. Skipulag innra rýmis gróðurskálans var unnið af Auði Sveinsdóttur landslagsarkitekt. 

Vegna Covid -19 faraldursins þurftum við því miður að aflýsa hinni árlegu sumarhátíð sem handin hefur verið á Reykjum til að fagna sumrinu og kynna spennandi möguleika í námi á sviði garðyrkju en starfsfólk vonumst þess í stað að geta boðið gestum og gangandi að sækja okkur heim þegar aðstæður leyfa. Á Reykjum fer fram allt starfsmenntanám skólans á sviði garðyrkju og má þar nefna blómaskreytingarylræktlífræna ræktun matjurtagarð- og skógarplöntuframleiðslaskógtækni og skrúðgarðyrkju. Umsóknafrestur í starfsmenntanám og grunnnám við skólann hefur verið framlengt til 15.júní fyrir komandi skólaár. Hægt er að hafa samband við This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. með fyrirspurnir.  

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image