Úthlutun úr Orkurannsóknarsjóði

Úthlutun úr Orkurannsóknarsjóði

Landsvirkjun úthlutaði styrkjum úr Orkurannsóknarsjóði á dögunum til verkefna á sviði umhverfis- og orkumála. Nokkur verkefni starfsmanna og nemenda Landbúnaðarháskólans hlutu þar styrki.

Halla Kristjánsdóttir, MS nemi í skipulagsfræði fékk styrk fyrir lokaverkefni sem mun snúast um mat á vægi áhrifa og framsetningu vægiseinkunna í umhverfismati á umhverfisþáttinn landslag

Jóhannes Guðbrandsson nýdoktor og Hlynur Óskarsson dósent fengu styrk fyrir verkefnið Endurheimt vatnalífs og votlendis á vatnasvæði Kálfalækjar á Mýrum. Verkefnið er samstarfsverkefni LBHÍ, Landgræðslunnar og Hafrannsóknarstofnunnar á Hvanneyri. Markmið þess er að meta væntanlegan ávinning af endurheimt vatna, lækjarfarvega og votlendis á vatnasviði Kálfalækjar á fiskistofna, kolefnisbúskap og gróðurfar. Verkefnið getur því orðið hvati að endurheimt á svæðinu og veitt leiðbeingingar um framkvæmd endurheimtar ef af verður. Í verkefninu verður áhersla á að afla nýrrar þekkingar á búsvæðanotkun urriða og áls í votlendis-lækjum sem mun gagnast á öðrum svæðum þar sem stefnt er að endurheimt votlendis.

Hrannar Smári Hilmarsson tilraunastjóri hlaut styrk fyrir verkefnið Orkujurt – bætt tækni til olíuræktunar. Meginmarkmið verkefnisins er að þróa bætta ræktunartækni fyrir olíurepju á Íslandi. Verkefnið mun meta áhrif mmismunandi sáðskammta í samspili við mismunandi áburðarskammta á lifun og uppskeru olíurepju, bændum til hagnýtingar. Sótt verður um í nýsköpunarsjóð námsmanna fyrir sumaraðstoð í verkefnið.

Einnig hlaut Bjarni Diðrik Sigurðsson prófessor og Marja Maljanen sem er prófessor við University of Eastern Finland styrk. Marja var nýdoktor við LbhÍ árið 2008 en verkefni þeirr heitir Mótvægisaðgerðir gegn loftslagsbreytingum: er áburðargjöf í skógrækt umhverfislega sjálfbær?

Við óskum þeim innilega til hamingju og verður spennandi að fylgjast með framvindu þeirra.

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image