Landbúnaðarháskóli Íslands leitar að áhugasömum og metnaðarfullum nýdoktor til að taka þátt í verkefninu The Nordic Borealization Network (NordBorN) sem styrkt er af NordForsk háskólasamstarfinu.
Markmið verkefnisins er að stofna samstarfsvettvang til að skilja áhrif breytinga vegna hlýnunar loftslags og breytinga á landnotkun í norrænum vistkerfum. NordBorN felst annarsvegar í að skapa vettvang fyrir rannsóknir til að skilja drifkrafta, ferli, og afleiðingar "borealization" í norrænum vistkerfum og hinsvegar að koma á fót miðstöð fyrir þjálfun næstu kynslóðar norrænna vísindamanna. NordBorN leiðir saman sex norræna háskóla (Landbúnaðarháskóla Íslands, Norska tækni- og raunvísindaháskólinn NTNU, UiT Norðurslóðaháskólann í Noregi, Austur-Finnlandsháskóla, Gautaborgarháskóla og Háskólann í Árósum) og þrjá aðra samstarfsaðila (Norsku náttúrurannsóknastofnunina, Náttúruauðlindastofnun Grænlands og Háskólann í Edinborg).
Helstu verkefni og ábyrgð
-
Nýdoktor mun sinna eigin rannsóknum innan samstarfsnetsins ásamt því að koma að samvinnurannsóknum með alþjóðlegu rannsóknarteymi
-
Vinna að fjármögnunartækifærum á sameiginlegum NordBorN verkefnum
-
Undirbúningur styrkumsókna
-
Þátttaka í alþjóðlegum verkefnafundum
-
Umsjón með nemendum í þverfaglegu umhverfi
Hæfniskröfur
-
Doktorsgráða í vistfræði, umhverfisvísindum eða skyldum greinum.
-
Sterkur akademískur bakgrunnur
-
Reynsla af því að vinna í alþjóðlegu rannsóknaumhverfi
-
Framúrskarandi færni í teymisvinnu og mannlegum samskiptum
-
Birtingar í ritrýndum fræðitímaritum
-
Reynslu af þverfaglegri teymisvinnu
-
Geta til að vinna sjálfstætt og sem hluti af hóp
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.
-
Nýdoktor mun vera með aðsetur hjá Landbúnaðarháskóla Íslands að Árleyni 22 í Reykjavík og mun starfa náið með Dr. Isabel C Barrio og öðrum sérfræðingum innan NordBorN samstarfsins
-
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.
-
Með umsókn skulu fylgja kynningarbréf, starfsferilskrá auk upplýsinga um meðmælendur. Við ráðningu skal leggja fram staðfestingu á doktorsgráðu.
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 08.12.2023
Nánari upplýsingar veitir
Isabel Pilar Catalan Barrio,
Sími: 433 5000
Guðmunda Smáradóttir,
Sími: 433 5000