Saga Búnaðarfélags Andakílshrepps er reifuð í ritröð LbhÍ en félagið varð 140 ára árið 2021. Myndin á ritinu er af Hvítárvöllum og eftir W.G. Collingwood

Saga Búnaðarfélags Andakílshrepps

Út er komið rit nr. 145 í ritröð Lbhí sem heitir Búnaðarfélag Andakílshrepps og annar búnaðarfélagsskapur þar frá 1850 eftir Bjarna Guðmundsson prófessor emeritus. Ritið er hægt að nálgast í heild sinni hér

Alla tuttugustu öld höfðu bændur í flestum sveitum landsins með sér félagsskap – búnaðarfélög – sem gegndu veigamiklu hlutverki í þeim gríðarlegu breytingum sem þá urðu í sveitum. Misjafnt var hvenær stofnað var til hinna ýmsu búnaðarfélaga. Þar réðu bæði framfarahugur í hverri sveit sem og aðgerðir á landsvísu því að búnaðarfélögin áttu lengst af lagabundinn hlut í heildarsamtökum bænda, Búnaðarfélagi Íslands og Stéttarsambandi bænda – síðar Bændasamtökum Íslands. Þá varð starf einstakra búnaðarfélaga misöflugt eins og gjarnan gerist. Andakílshreppur í Borgarfirði varð engin undantekning í þessum efnum. Þegar búnaðarfélag hreppsins nálgaðist 100 ára aldur sinn árið 1981 bað þáverandi stjórn þess mig tína saman helstu þætti um starf félagsins með í huga skrif stuttrar aldarsögu þess til birtingar í væntanlegri byggðasögu Búnaðarsambands Borgarfjarðar.

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframsleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image