Hluti hópsins við brottför. Frá vinstri Bea, Pavla, Brian og Alex.

Rýnt í rykstorma á Dyngjusandi

Hópur frá LbhÍ hélt af stað í alþjóðlegan rannsóknarleiðangur á Dyngjusand í byrjun haustannar. Tilgangur leiðangursins var að koma fyrir myndavélum og mælitækjum til rannsókna á ryki. Á Íslandi eru margar auðnir þar sem geta orðið miklir og tíðir rykstormar og hefur hópur innan Landbúnaðarháskólans sérhæft sig í rannsóknum þessum fyrirbrigðum.

Pavla Dagsson-Waldhauserova, Sigmundur Brink og Brian Barr ásamt gesta rannsakandanum Dr. Bea Moroni frá háskólanum í Perugia á Ítalíu (Á vegum InDust COST Action) ásamt nemendunum Alex Vitek frá Tékklandi (University of Life Sciences Prague) og Nathalie Burdova frá Svíþjóð (Mid Sweden University, Östersund) héldu af stað á sólríkum haustdegi frá Keldanholti, starfsstöð LBHí í Reykjavík og var stefnt á hálendið. Leiðangurinn gekk vel í alla staði og voru settar upp sérstakar myndavélar á fjögur helstu eyðimerkursvæði á hálendinu sem mynda stormana. Hér er hópurinn á leið á Dyngjusand til að koma fyrir vél þar. Ásamt því að setja upp myndavélarnar var ryk í andrúmsloftinu mælt og tekin voru jarðvegs- og ryksýni.

Íslenskt ryk berst víða 

Auk þess að móta eðli jarðvegs um landið allt vegna áfoks hefur rykið áhrif á hafsvæði og andrúmsloft, m.a. inngeislun og skýjamyndum vítt í kringum landið og það getur borist afar langt. Dr. Bea Moroni hefur til að mynda sýnt fram á það að Íslenskt ryk finnst á Svalbarða og birti grein þess efnis sem lesa má hér

Öflugt starf á svið rykrannsókna

Hópurinn er í samstarfi við þýska sérfræðinga á sviði rykrannsókna, þau Konrad Kandler og Kerstin Schepanski við að undirbúa stóra rannsókn í ágúst á næsta ári sem spennandi verður að fylgjast með. Verkefnið HiLDA, sem byggir á alþjóðlegu samstarfi vísindamanna, nýtir íslenskar aðstæður til að rannsaka rykuppsprettur norðurslóða, þar sem m.a. á að reyna að ákvarða betur áhrif ryks frá Íslandi á heimskautasvæðin.

Vísindamenn hjá LbhÍ unnu með rykteymi Alþjóða veðurstofunni til að gera spár fyrir rykstorma á Íslandi (e. WMO SDS-WAS, World Meteorological Organizations’ Sand and Dust Storm Warning Advisory and Assessment System). Sjá hér. Þessar rykspár fyrir norðurslóðir eru þær fyrstu fyrir svæðið og eru unnar í samhengi við spár fyrir ryk frá öðrum eyðimerkursvæðu jarðar á borð Sahara. Spárnar voru unnar af Slobodan Nickovic and Bojan Cvetkovic sem starfa í Serbíu í samstarfi við Aþjóðaveðurstofuna í Barcelona ásamt Pövlu Dagsson-Waldauserová og Ólafi Arnalds hjá LbhÍ.

Rykrannsóknir við LBHÍ eru að hluta til styrktar af Rannís þar sem áhersla er á að skoða hvernig íslenskt ryk hefur áhrif á loftslag á norðurslóðum. Einnig er unnið náið með Rykrannsóknarfélagi Íslands. Í febrúar 2020 var haldin alþjóðleg ráðstefna um Áhrif ryks á norðurhveli jarðar á Keldnaholti, starfsstöð Landbúnaðarháskólans í Reykjavík. Þar komu saman yfir 30 sérfræðingar á sviði andrúmslofts, loftslagi heimskauta, sjávar og jarðræktar sem kynntu rannsóknir sýnar og tóku þátt í vinnustofum.

---

Tengt efni
Hver eru áhrif ryks frá Íslandi á loftslag heimskautasvæða
- Workshop on Effects and Extremes of High Latitude Dust

Rykrannsóknarfélag Íslands

Hér má sjá Beatrice í fjarska safna ryksýnum (punktur til vinstri). Mynd PDW
Hér er verið að stilla vélina sem sendir myndbönd frá sér reglulega. Einnig er komið fyrir tæki sem mælir stöðugt styrk rykefna. Mynd PDW
Mælitæki til að nema styrk rykefna í loftmassa. Mynd PDW
logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image