Pavla Dagsson-Waldhauserová, sérfræðingur við Landbúnaðarháskóla Íslands hefur beint rannsóknum sínum að rykmyndun og afdrifum ryks frá Íslandi hlaut nýdoktorsstyrk.

Hver eru áhrif ryks frá Íslandi á loftslag heimskautasvæða?

Sandauðnir, sandfok og ryk á Íslandi. Myndin birtist í Náttúrufræðingnum með greininni Sandauðnir, sandfok og ryk á Íslandi eftir Ólaf Arnalds, Pavla Dagsson-Waldhauserová og Sigmund Helga Brink.

Ryk hefur gríðarleg áhrif á loftslagsþætti, vistkerfi og heilsu fólks. Stærstu sandauðnir norðurslóða eru á Íslandi, um 40,000 km2 og þær eru stærstu uppsprettur í Evrópu og á heimskautasvæðum (High Latitude Dust, HLD), með um 30-40 milljónir tonna af rykbornum efnum á ári.

Pavla Dagsson-Waldhauserová, sérfræðingur við Landbúnaðarháskóla Íslands hefur beint rannsóknum sínum að rykmyndun og afdrifum ryks frá Íslandi. Pavla fékk nýverið nýdoktorsstyrk úr Rannsóknasjóði Rannís til að vinna að því að svara spurningunni hver séu áhrif ryks frá Íslandi á lofslag heimskautasvæða.

Rykstormar eru mjög tíðir (>135/ári) og rykið getur borist þúsundir km. Svifryksstyrkur örefna (<10 μm) fer iðulega yfir 1000 μg/m3, með mikið af efnum <1 μm. Svifryk frá Íslandi er ekki notað í alþjóðlegum líkönum og vöntun er á rykmengunarspám fyrir landið. Einnig skortir mælingar á loftægðum á svæðum þar sem vöktunarmyndavélar sýna háa tíðni rykstorma.

Íslenskt ryk er annars eðlis en dæmigert meginlandsryk er varðar lit, stærð, lögun og efnasamsetningu, sem breytir áhrifum á loftslag, heimskautasvæði, heilsufar o.fl.

Tilgangur verkefni Pavla Dagsson-Waldhauserová er að 

i) Nota „rykvöktun“ (dust monitoring) á Íslandi til að auk fræðilegan skilning á heimskautaryki og áhrifum þess 
ii) Koma Íslandi inn í heimslíkön um rykframleiðslu og alþjóðlega þekkingu á ryki 
iii) Ákvarða eðlisfræðilega og jarðefnafræðilega eiginleika ryksins og bera það saman við annað heimskautaryk og Sahara ryk 
iv) Ákvarða áhrif íslensks ryks á heimskautasvæði (cryosphere), vistfræði hafsvæða, ský og skýjamyndun og efnafræði veðrahvolfsins 
v) Vakta flutning íslandsryks inn á heimskautasvæðin og til Evrópu.

Verkefnið byggir m.a. á samvinnu við 14 alþjóðlega samstarfsaðila og tvö heims-netverk um ryk (global dust networks).

Vinnustofa um ryk frá norðurslóðum

Alþjóðleg vinnustofa um HLD (High Latitude Dust) verður haldin á Keldnaholti, starfsstöð Landbúnaðarháskóla Íslands í Reykjavík  13.-14. febrúar næst komandi. Þessi vinnustofa er sú fjórða í röðinni og er aðalfyrirlesari Santiago Gassó hjá NASA, (research associate at Goddard Space Flight Center in Maryland) og heitir erindi hans "Has the Patagonia desert  been the main source of dust recently found in E. Antarctica?" ánari upplýsingar um vinustofuna má finna hér og hlekkur á viðburðinn á facebook hér

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image