Mikilvægt er að nýjar aðferðir til að meta ástand lands nái utanum landhningnun. MYND/ Úr riti s.33

Rit um ástand lands og hrun íslenskra vistkerfa

Image
Af Uxahryggjaleið, horft til Þórisjökuls (hægra megin) og Oks (vinstra megin), en leiðin um Kaldadal liggur þar á milli. MYND/ úr Riti s. 47

Út er komið rit sem nefnist „Ástand lands og hrun íslenskra vistkerfa“ eftir Ólaf Arnalds, prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands. Ritið er nr. 130 í ritröð LbhÍ.

Slæmt ástand lands og hrun vistkerfa eru á meðal mikilvægustu umhverfismála samtímans sem og endurheimt vistkerfa. Í „Ástandsritinu“ er fjallað um hvaða mælikvarðar eru notaðir til að meta ástand lands byggt á alþjóðlegum aðferðum. Aðferðirnar eru studdar fjölda ljósmynda af landi í mismunandi ástandi. Mikilvægt er að fjalla um ástand lands og landhnignun í víðu samhengi, m.a. með skilningi á undirliggjandi hvötum, tegund landnýtingar og ferlum hnignunar, sem síðan leiða til tiltekins ástands lands.

Fjallað er um landbúnaðarstyrki sem dæmi um afgerandi undirliggjandi hvata landhnignunar, m.a. hér á íslandi. Þróun í viðhorfum til mats á ástands lands er skýrð, með áherslu á beitarnýtingu. Þá fá svokölluð „heilkenni breyttra grunnviðmiða“ („samdaunasýki“) nokkurt rúm: hvernig hver kynslóð tekur slæmu ástandi lands sem sjálfsögðum hlut án þess að gera sér grein fyrir hvernig ástandið hefur breyst - með afar alvarlegum afleiðingum fyrir vistkerfi landsins. Hrun íslenskra vistkerfa fær sérstaka umfjöllun og heimildir um breytingarnar eru raktar. Mismunandi áhrif landnýtingar á vistkerfi landsins síðasta árþúsundið eru m.a. skýrð á grunni þátta er móta þanþol vistkerfa. 

Ritið er ætlað þeim sem vilja efla skilning sinn á náttúru landsins, jafnt almenningi, skólafólki sem fagfólki sem ber ábyrgð á velferð landsins. Á næstunni er ennfremur að vænta rits um mold, loftslag og landnýtingu í sömu ritröð eftir Ólaf Arnalds og Jón Guðmundsson.

Ritið má nálgast í heild sinni hér

--
tengt efni
--

Ritröð LbhÍ

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image