Þórdís Kolbrún kynnti sér tillögur nemenda að skipulagi á Breiðinni hér ásamt Samaneh Nickayin lektors til vinstri og Sigríði Kristjánsdóttur forseta deildar Skipulags og hönnunar til hægri. MYND/Helena Guttormsdóttir
Hægt er að skoða tillögur nemenda á þriðju hæð í samvinnurými nýsköpunarsetursins á Breið virka daga milli kl 10 og 15.
Hópurinn að lokinni kynningu
Vinnslan fór og hvað svo? Hvernig blásum við lífi í yfirgefin svæði?
Meistaranemendur í skipulagsfræði við LbhÍ hafa verið að vinna með Breið þróunarfélagi í verkefni þar sem þau skoðuðu þá staðreynd að innviðir margra samfélaga hnigna vegna einhæfrar atvinnustarfsemi sem getur tekið miklum breytingum á skömmum tíma, líkt og gerst hefur í útgerð á Akranesi. Nemendurnir unnu tillögur að skipulagi sem eflir atvinnustarfsemi og býður upp á nýja nálgun fyrir lífgæði á Breiðinni þar sem miklar breytingar hafa orðið á starfsemi á svæðinu undanfarið.
Nemendurnir kynntu tillögur sínar í Breiðinni, rannsóknar- og nýsköpunarsetri á Akranesi fyrir prófdómurum, kennurum, Valdísi Fjölnisdóttur og Gísla Gíslasyni frá Breið þróunarfélagi. Sævari Frey Þráinssyni bæjarstjóra, og fulltrúum frá umhverfis- og skipulagsráði Akraneskaupstaðar. Tillögurnar voru afar vandaðar og áhugaverðar og fengu góðar viðtökur fundargesta. Hægt er að skoða tillögurnar á þriðju hæð í samvinnurými Nýsköpunarsetursins Breið. Sýningin er opin á virkum dögum frá kl.10.00 – 15.00. Upptaka frá kynningunni er aðgengileg hér. Nánar.
Heimsókn ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra heimsótti starfsstöðina á Hvanneyri ásamt Sigríði Valgeirsdóttur þar sem ræddar voru tillögur um eflingu nýsköpunar og frumkvöðlastarfsemi á landsbyggðinni og samstarf háskólanna á Vesturlandi. Auk Þórdísar Kolbrúnar voru Ragnheiður I. Þórarinsdóttir rektor, Áshildur Bragadóttir endurmenntunarstjóri, Guðmunda Smáradóttir mannauðs- og gæðastjóri frá LbhÍ. Frá háskólanum á Bifröst var Margrét Jónsdóttir Njarðvík rektor, Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir kennslustjóri og Stefán Kalmansson gæðastjóri. Góðar umræður fóru fram og mikill vilji til að vinna saman að þessum málum.
Opnun FabLab smiðju á Akranesi
Deginum lauk svo með að aðilar frá LbhÍ og Bifrastar auk Þórdísar Kolbrúnar voru viðstaddir opnunar og undirskriftar undir samstarfssamning um rekstur Fab Lab smiðju Vesturlands á Breiðinni á Akranesi. Smiðjan mun verða nokkurs konar móðurstöð fyrir aðrar Fab Lab smiðjur á Vesturlandi og víðtækur samstarfsvettvangur skóla og fyrirtækja. Að henni standa 23 aðilar af Akranesi og víðar af Vesturlandi auk aðkomu tveggja ráðuneyta; nýsköpunarráðuneytisins og menntamálaráðuneytisins.