Meistaranemendur í skipulagsfræði kynna tillögur að skipulagi sem eflir atvinnu- starfsemi og býður upp á nýja nálgun fyrir lífgæði á Breiðinni þar sem miklar breytingar hafa orðið á starfsemi á svæðinu undanfarið.

Vinnslan fór og hvað svo? Hvernig blásum við lífi í yfirgefin svæði?

Meistaranemendur í skipulagsfræði við LbhÍ hafa verið að vinna með Breið þróunarfélag í verkefni þar sem þau eru að skoða þá staðreynd að innviðir margra samfélaga hnigna vegna einhæfrar atvinnustarfsemi sem getur tekið miklum breytingum á skömmum tíma, líkt og gerst hefur í útgerð á Akranesi. 

Nemendurnir unnu tillögur að skipulagi sem eflir atvinnustarfsemi og býður upp á  nýja nálgun fyrir lífgæði  á Breiðinni þar sem miklar breytingar hafa orðið á starfsemi á svæðinu undanfarið.

Opinn kynningarfundur á tillögum nemenda er haldinn 14. maí kl 10 - 12 í Breiðinni, rannsóknar- og nýsköpunarsetur Akranes. Allir velkomnir meðan sóttvarnir leyfa en kynningunum verður einnig streymt á Facebook síðu skólans. 

Viðburðurinn á Facebook

--

The main industry left town, what comes next?
How can we ensure a brighter future for abandoned areas?

Students in the Planning Masterprogram have been looking at Akranes as their case study where they look at the fact that the infrastructure of many communities are deteriorating due to monotonous industry that can change a lot  in a short time. This was the case with the fishing industry in Akranes which leaves an area abandoned.

The students have worked on new urban proposals to  foster the economy and a blossoming novel urban life  in the ex-industrial areas in Akranes.

Open presentations 14th may 10 am - 12 noon  Breiðin Innovation- and Research centre Akranes. Everyone welcome within Covid-19 regulations. The presentations will also be streamed on Facebook. 

The event on Facebook

Image
logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image