Stjórn LH sótti LBHÍ heim og kynntist starfsemi skólans á sviðið hestatengds náms

Heimsókn LH á Hvanneyri

Stjórn Landsambands hestamannafélaga (LH) sótti heim LBHÍ á Hvanneyri og kynntist starfseminni á sviði hestatengds náms á öllum skólastigum. Hópurinn var á ferð um Borgarfjörð og var tekið á móti honum í aðalbyggingu skólans á Hvanneyri þar sem brautarstjórinn Helgi Eyleifur Þorvaldsson sagði frá búfræðináminu. En þar er löng hefð fyrir reiðmennsku- og tamningaáföngum og er árlega keppt um Morgunblaðsskeifuna.

Hestatengd starfsemi LBHÍ kynnt fyrir stjórn LH
Kynnt var starfsemi skólans í búfræði, hestafræði og endurmenntun á sviði hestafræða og reiðmennsku.

 

Sigríður Bjarnadóttir brautarstjóri hestafræði fór yfir áherslur og framtíðarsýn þeirrar brautar en Hestafræði er innihaldsríkt, alhliða nám sem byggist á blöndu af bóklegu námi og verklegum áföngum. Nemandi öðlast traustan þekkingargrunn á flestum sviðum hestafræða með sérstaka áherslu á íslenska hestinn.

Þá fór Randi Holaker verkefnastjóri Endurmenntunar sem sér um Reiðmanninn sem er einingabær námskeiðsröð ætluð fróðleiksfúsum reiðmönnum og áhugafólk um reiðmennsku sem vill auka þekkingu sína og færni í reiðmennsku, hrossarækt og almennun hestahaldi. Námskeiðin eru kennd um allt land og tók Randi við keflinu í upphafi síðasta árs og kynnti fyrir hópnum umfangið og framtíðarsýn. 

Guðbjartur Þór Stefánsson bústjóri hestamiðstöðvar skólans að Mið-Fossum tekur á móti hópnum og segir frá aðstöðunni 

 

Að loknum kynningum var haldið að Mið-Fossum, hestamiðstöð LBHÍ þar sem aðstaðan var skoðuð og rætt við bústjórann Guðbjart Þór Stefánsson. Þá kenna Guðbjartur og Randi einnig hestatengda áfanga í búfræði og hestafræði.

Við þökkum innilega fyrir skemmtilega heimsókn og gaman að taka á móti hópnum og kynna starfsemi okkar og hugmyndir til framtíðar.

 

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image