Morgunblaðsskeifan verður veitt síðan 1957

Skeifudagurinn 2022 

Hestamannafélag nemenda LbhÍ, Grani býður til uppskeruhátíðar búfræði nemenda sem stundað hafa hestamennsku áfanga við skólann. Keppt er um Morgunblaðsskeifuna og Gunnarsbikarinn ásamt því að afhent eru fleiri verðlaun. Haldið er sérstaklega uppá það að nú hefur skólinn eignast Mið-Fossa og verður því hægt að skoða aðstöðuna og fá sér kaffibolla og með því eftir dagskrána í reiðhöllinni.

Skeifudagurinn á sér langa sögu en Morgunblaðsskeifan var fyrst veitt við skólaslit Bændaskólans á Hvanneyri þann fjórða maí 1957. Vildi Morgunblaðið með þessu framtaki sýna hug sinn til þessarar fornu og fögru íþróttar, hestamennskunnar.

Skeifudagurinn er sannkölluð uppskeruhátíð nemenda í reiðmennskuáföngum skólans og sýna nemendur afrakstur vetrarins á tamningu og þjálfun tveggja hrossa. Þá eru veitt þar verðlaun auk Morgunblaðsskeifunnar, Gunnarsbikarinn, sem fer til þess nemenda sem fær hæstu einkunn í fjórgangskeppni, ásetuverðlaun Félags tamningamanna, Framfaraverðlaun Reynis. Morgunblaðskeifan sem fer til þess nemenda sem hlýtur hæstu meðaleinkunn úr verklegum reiðmennskuprófum. Morgunblaðsskeifan hefur verið veitt árlega síðan 1957, en mikill heiður þykir að hljóta Skeifuna og hafa sumir handhafar hennar seinna meir orðið einhverjir ástsælustu hestamenn landsins.

Þá taka nemendur hestafræðibrautar einnig þátt og að lokinni keppni og sýningu verður boðið til kaffis og dregið í hinu rómaða stóðhestahappadrætti Grana. 

Allir velkomnir að gleðjast með okkur og fagna komu sumarsins

Viðburðurinn á Facebook 

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image