Er fæðuöryggi okkar Íslendinga tryggt?

Fæðuöryggi Íslendinga

Á árunum 2020-2022 hefur LBHÍ unnið tvö verkefni fyrir stjórnvöld varðandi fæðuöryggi Íslendinga. Fyrst skýrslu um stöðu fæðuöryggis á Íslandi sem birt var í febrúar 2021. Þar var gerð grein fyrir stöðu helstu þátta fæðuöryggis á Íslandi, með áherslu á að greina stöðu og þróun í sjálfsaflahlutfalli landsins í helstu fæðuflokkum.

Í skýrslunni kemur m.a. fram að hlutdeild innlendrar framleiðslu af markaði hefur minnkað frá árinu 2009, bæði fyrir plöntu- og dýraafurðir. Innlend framleiðsla á grænmeti var um 56% af markaðnum árið 2009 en um 43% árið 2019.  Innlent kjöt var um 98% árið 2009 en var komið niður í 90% árið 2019, en 96% af eggjum og 99% af mjólkurvörum er framleitt innanlands.

Í kjölfar þessarar skýrslu var skólanum svo falið að vinna tillögu að fæðuöryggisstefnu fyrir Ísland. Tillögunum var skilað til matvælaráðuneytisins í maí 2022. Framsetning tillagnanna gerir ráð fyrir að sjálf fæðuöryggistefnan verði mótuð með formlegri hætti samhliða stefnumótun stjórnvalda á sviði matvælaframleiðslu sem nú stendur yfir í matvælaráðuneyti og í forsætisráðuneyti vegna neyðarbirgða.

 

Ljósmynd Nathalie á Unsplash

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image