Ritið er nr 147 í ritröðinni en tilgangur verkefnisins var að bera saman plægingardýpt, fínvinnslu- og þjöppunaraðferðir á álag illgresis, þekju gróðurs og uppskeru fjölærs sáðgresis.

Bylting jarðar

Út er komið Rit LbhÍ nr 147 í ritröðinni og má þar finna niðurstöður verkefnisins Bylting jarðar. RItið nefnist Áhrif plægingardýptar, fínvinnslu og völtunar á illgresi, þekju og uppskeru fjölærs sáðgresis í mýrarjörð á Hvanneyri og eru höfundar þess Jóhannes Kristjánsson, Sunna Skeggjadóttir, Jónína Svavarsdóttir, Haukur Þórðarson og Hrannar Smári Hilmarsson.

Verkefnið Bylting jarðar var upphaflega stofnað til þess að öðlast meiri þekkingu á mismunandi jarðvinnsluaðferðum sem notaðar eru við endurræktun túna á Íslandi. Ýmis tæki og tól eru til á landinu sem notuð eru við ýmis konar jarðvinnsluaðferðir. Áhrif þessara tækja og aðferða hafa ekki verið borin saman að fullu hérlendis. Tilgangur verkefnisins var því að bera saman plægingardýpt, fínvinnslu- og þjöppunaraðferðir á álag illgresis, þekju gróðurs og uppskeru fjölærs sáðgresis.

Verkefnið er styrkt af Framleiðnisjóði landbúnaðarins og var unnið við Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri í samstarfi við Hvanneyrarbúið.

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image