Hópur frá LbhÍ hélt af stað í alþjóðlegan rannsóknarleiðangur á Dyngjusand í byrjun haustannar. Tilgangur leiðangursins var að koma fyrir myndavélum og mælitækjum til rannsókna á ryki. Á Íslandi eru margar auðnir þar sem geta orðið miklir og tíðir rykstormar og hefur hópur innan Landbúnaðarháskólans sérhæft sig í rannsóknum þessum fyrirbrigðum.
Pavla Dagsson-Waldhauserova, Sigmundur Brink og Brian Barr ásamt gesta rannsakandanum Dr. Bea Moroni frá háskólanum í Perugia á Ítalíu (Á vegum InDust COST Action) ásamt nemendunum Alex Vitek frá Tékklandi (University of Life Sciences Prague) og Nathalie Burdova frá Svíþjóð (Mid Sweden University, Östersund) héldu af stað á sólríkum haustdegi frá Keldanholti, starfsstöð LBHí í Reykjavík og var stefnt á hálendið. Leiðangurinn gekk vel í alla staði og voru settar upp sérstakar myndavélar á fjögur helstu eyðimerkursvæði á hálendinu sem mynda stormana. Hér er hópurinn á leið á Dyngjusand til að koma fyrir vél þar. Ásamt því að setja upp myndavélarnar var ryk í andrúmsloftinu mælt og tekin voru jarðvegs- og ryksýni.
Íslenskt ryk berst víða
Auk þess að móta eðli jarðvegs um landið allt vegna áfoks hefur rykið áhrif á hafsvæði og andrúmsloft, m.a. inngeislun og skýjamyndum vítt í kringum landið og það getur borist afar langt. Dr. Bea Moroni hefur til að mynda sýnt fram á það að Íslenskt ryk finnst á Svalbarða og birti grein þess efnis sem lesa má hér.
Öflugt starf á svið rykrannsókna
Hópurinn er í samstarfi við þýska sérfræðinga á sviði rykrannsókna, þau Konrad Kandler og Kerstin Schepanski við að undirbúa stóra rannsókn í ágúst á næsta ári sem spennandi verður að fylgjast með. Verkefnið HiLDA, sem byggir á alþjóðlegu samstarfi vísindamanna, nýtir íslenskar aðstæður til að rannsaka rykuppsprettur norðurslóða, þar sem m.a. á að reyna að ákvarða betur áhrif ryks frá Íslandi á heimskautasvæðin.
Vísindamenn hjá LbhÍ unnu með rykteymi Alþjóða veðurstofunni til að gera spár fyrir rykstorma á Íslandi (e. WMO SDS-WAS, World Meteorological Organizations’ Sand and Dust Storm Warning Advisory and Assessment System). Sjá hér. Þessar rykspár fyrir norðurslóðir eru þær fyrstu fyrir svæðið og eru unnar í samhengi við spár fyrir ryk frá öðrum eyðimerkursvæðu jarðar á borð Sahara. Spárnar voru unnar af Slobodan Nickovic and Bojan Cvetkovic sem starfa í Serbíu í samstarfi við Aþjóðaveðurstofuna í Barcelona ásamt Pövlu Dagsson-Waldauserová og Ólafi Arnalds hjá LbhÍ.
Rykrannsóknir við LBHÍ eru að hluta til styrktar af Rannís þar sem áhersla er á að skoða hvernig íslenskt ryk hefur áhrif á loftslag á norðurslóðum. Einnig er unnið náið með Rykrannsóknarfélagi Íslands. Í febrúar 2020 var haldin alþjóðleg ráðstefna um Áhrif ryks á norðurhveli jarðar á Keldnaholti, starfsstöð Landbúnaðarháskólans í Reykjavík. Þar komu saman yfir 30 sérfræðingar á sviði andrúmslofts, loftslagi heimskauta, sjávar og jarðræktar sem kynntu rannsóknir sýnar og tóku þátt í vinnustofum.
---
Tengt efni
- Hver eru áhrif ryks frá Íslandi á loftslag heimskautasvæða
- Workshop on Effects and Extremes of High Latitude Dust