Hugrún Harpa Björnsdóttir ver meistararitgerð sína í skipulagsfræði: „Götukappakstursbraut á höfuðborgarsvæðinu –Raunhæfur möguleiki?“ við deild Skipulags og hönnunar við Landbúnaðarháskóla Íslands. Leiðbeinendur Hugrúnar Hörpu eru Dr. Harpa Stefánsdóttir, prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands og Erna Bára Hreinsdóttir. Prófdómari er Katrín Halldórsdóttir, forstöðumaður hjóla- og göngustíga Betri samgöngur.
Meistaravörnin fer fram miðvikudaginn 19. mars 2025 kl. 14:00 í Sauðafelli, 3. hæð á Keldnaholti í Reykjavík og á Teams og er opin öllum.