Mette-Louise Klinge Linneberg ver meistararitgerð sína í Umhverfisbreytingum á norðurslóðum "Aðstoð við myndun lífrænnar jarðvegsskánar við endurheimt vistkerfa" e. „Assisted development of biological soil crust for ecosystem restoration in Iceland“ við deild Náttúru & Skóga við Landbúnaðarháskóla Íslands. Leiðbeinendur Mette-Louise eru Ása Aradóttir og Alejandro Salazar Villegas prófessorar við LbhÍ ásamt Matthew Bowker við Northern Arizona háskólann. Prófdómari er Lettice Hicks frá háskólanum í Lundi.
Meistaravörnin fer fram mánudaginn 26. maí 2025 kl. 13 á Teams. Vörnin fer fram á ensku og er öllum opin. Hlekkur á vörnina kemur hér þegar nær dregur.
Ágrip
Lífræn jarðvegsskán eða lífskurn (e. biocrust) er verið mikilvægur vistmeitill sem bætir virkni, stöðugleika og frjósemi jarðvegs og getur stuðlað að landnámi æðplantna. Hún getur því gengt mikilvægu hlutverki við baráttu gegn jarðvegseyðingu og endurheimt vistkerfa. Í þessari rannsókn var kannaður möguleiki á að styðja myndun lífskurnar með þremur meðferðum: smitun með ræktuðum blágrænubakteríum (Nostoc commune), muldu efni úr náttúrulegri lífskurn og tilbúnum áburði áburði (n=5), á jarðvegi af rofnu landi undir stýrðum aðstæðum í tilraunastofu í 6 mánuði. Allar meðferðir og ómeðhöndluð viðmið þróuðu sýnileg einkenni lífskurnar, svo sem mosa, slím (úr utanfrumu fjölsykrum) og svarta bletti (þyrpingar blágrænubaktería). Meðferð með mulinni skorpu og áburði gaf að meðaltali 1.2 sinnum meiri þekju lífskurnar (>100%) en viðmið og 2.1 sinnum meiri en meðferð með blágrænubakteríusmiti. Athyglisvert er að viðmiðin skiluðu betri árangri en blágrænubakteríusmitið, sem bendir til þess að smit hafi þegar verið til staðar í jarðveginum og að tilraunaumhverfið sjálft hafi stuðlað að myndun lífskurnarinnar. Frjósemi jarðvegs, mæld sem heildarinnihald kolefnis og niturs í efstu 1 cm jarðvegs, var 1.3 sinnum meiri í meðferð með muldu skorpuefni (hæst) miðað við áburðargjöf (lægst), sem gæti stafað af því að áburðurinn hindri niturbindingu blágrænubaktería. Niðurstöðurnar gefa til kynna að notkun á mulinni lífskurn geti verið efnileg leið til að hraða myndun lífskurnar á rofnu landi.