Málstofur meistaranema í skipulagsfræði fara fram 19. mars í Geitaskarði Keldnaholti og á Teams. Að loknum málstofum fer fram opin meistaravörn Hugrúnar Hörpu Björnsdóttur.
Dagskrá
09:00 – 10:00 Harpa Stefánsdóttir, Brautarstjóri
- Inngangsorð. Upplýsingafundur nemenda í skipulagsfræði. Kynning á dagskrá næsta skólaárs og skilgreindum viðfangsefnum fyrir MS ritgerðir. Spurningar og umræður um námið.
10:00 – 10:15 Kaffihlé
10:15 – 10:35 Elísabet Bjarnadóttir MS verkefni
- Það eru sprungur í skipulaginu! Tilviksrannsókn í Grindavík
Leiðbeinendur: Harpa Stefánsdóttir, Emmanuel Pierre Pagneux
10:35 – 10:55 Berglind Guðjónsdóttir MS erindi II
- Frá orðum til verka: Endurheimt birkiskóla í skipulagsáætlunum sveitarfélaga
Leiðbeinendur: Ása Lovísa Aradóttir, Salvör Jónsdóttir og Kristín Svavarsdóttir
10:55 – 11:15 Valgerður Hlín Kristmansdóttir MS verkefni
- Ólafsvík: Lífvænlegur miðbær
Leiðbeinendur: Harpa Stefánsdóttir og Kristín Þorleifsdóttir
11:15 – 11:25 Kaffihlé
11:25 – 11:45 Elva Dögg Sverrisdóttir MS erindi II
- Skipulag fyrir söguleg almenningsrými: Siglufjöður
Leiðbeinendur: Astrid Lelarge og Daniele Stefano
11:45 – 12:05 Sigríður Björk Jónsdóttir MS erindi II
- Söguleg kennileiti í borgarlandslagi
Leiðbeinendur: Astrid Lelarge og Vignir Helgason
12:05 – 12:45 Hádegismatur
12:45 – 13:05 Þóra Margrét Júlíusdóttir MS erindI II
- Hvernig sveitarfélög geta skipulagt endurheimtandi græn almenningsrými/garða svo þau styðji við náttúrumeðferð sem virkt meðferðarúrrræði á Íslandi
Leiðbeinendur: Harpa Stefánsdóttir og Erna Bára Hreinsdóttir
13:05 – 13:25 Þórunn Vilmarsdóttir MS erindi II
- Í átt að víðtækari skilgreiningu á borgararfi og menningarminjum á Íslandi
Leiðbeinendur: Astrid Lelarge og Pétur Ármannsson
13:25 – 13:45 Margrét Þóra Sæmundsdóttir MS erindi II
- Búsetuóskir og ferðavenjur: Ákvörðun um flutning frá höfuðborgarsvæðinu til byggða í jaðri vinnusóknarsvæðisins
Leiðbeinendur: Harpa Stefánsdóttir og Erna Bára Hreinsdóttir
13:45 – 14:00 Kaffihlé
14:00 – 15:00 Opin MSc Vörn: Harpa Björnsdóttir
- Götukappakstursbraut á höfuðborgarsvæðinu – Raunhæfur möguleiki?