Háskóladagurinn 2025 fer fram laugardaginn 1. mars frá kl. 12 - 15. Allir háskólar landsins standa að Háskóladeginum og er tilgangurinn að kynna fjölbreytt námsframboð sem í boði er á Íslandi.
Kynningarnar fara fram í Háskóla Íslands, Háskólanum í Reykjavík og Listaháskóla Íslands.
Á Háskóladeginum bjóða háskólarnir upp á fjölbreytta viðburði, kynningar og uppákomur.
Einnig gefst gestum og gangandi tækifæri til að spjalla við nemendur, kennara, náms- og starfsráðgjafa um allt sem viðkemur námi í skólunum sjö, og fá upplýsingar um fjölbreytta námsmöguleika.
https://www.haskoladagurinn.is/