Vísindavaka - Skordýrarækt, götuhönnun, mæling lofttegunda, asparglittur og jarðvegsskán

Verið velkomin til okkar á Vísindavöku 2023 sem haldin verður í Laugardalshöll laugardaginn 30. september milli kl 13 og 18. Öll velkomin og ókeypis aðgangur!

Á Vísindavöku stendur almenningi til boða sannkölluð vísindaveisla þar sem okkar fremsta vísindafólk sýnir og segir frá rannsóknum og nýsköpun á lifandi og gagnvirkan hátt. Vísindafólk okkar verður á staðnum og kynnir fjölbreytt rannsóknarverkefni og tæki. Hægt verður að forvitnast um skordýrarækt, skoða jarðvegssýni og smádýr í víðsjá. Boðið verður uppá að hann sína eigin götu og sjá hvernig umhverfi okkur líður best í og einnig verður ferðagasgreinir á staðnum sem mælir gróðurhúsalofttegundir og munum við fylgjast með gildum og loftgæðum á sýningarsvæðinu yfir daginn.

Við hlökkum til að taka á móti ykkur! Nánari upplýsingar á vef Vísindavöku sem haldin er af Rannís. Viðburðarsíðan á Facebook.

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image