Future Arctic doktorsnemaskóli á tilraunasvæði á Reykjum

Linsey Marie Avila segir frá sjálfvirkum mælingum á kolefnisupptöku og losun í íslenskum graslendum. Hún er í doktorsnámi við Kaupmannahafnarháskóla. Ljósmynd Bjarni Diðrik SIgurðsson.

Vísindaráðstefna doktornemaskólans Future Arctic

Á Reykjum er rannsóknaaðstaða verkefnisins For Hot sem samanstendur af fimm langtíma vistkerfistilraunum á misheitu landi í graslendum og skógi.

Future Arctic dokotrsnemaskóli
Sam sýnir sjálfvirka mælistöð sem mælir vatnshringrás í jarðvegi og tap á uppleystum næringarefnum og lífrænu efni. Ljósm. Bjarni Diðrik Sigurðsson.

 

Í dag eru í gangi alls níu mismunandi rannsóknaverkefni sem nota þessa rannsóknainnviði LBHÍ á Reykjum, sem flest hafa Evrópska/erlenda rannsóknastyrki. Það lang stærsta, er verkefni sem nefnist FutureArctic og er doktorsnemaskóli styrktur af Evrópusambandinu.

Future Arctic Evrópuverkefni innan Landbúnaðarháskólans

Í gegnum það verkefni eru tveir doktorsnemar hjá okkur, þau Ruth Phoebe sem er við LBHÍ  og Amir Hamidpour hjá Svarma ehf. en 13 aðrir doktorsnemar vinna sínar rannsóknir í samstarfi við LBHÍ. Í heildina eru þetta 15 doktorsnemar víðs vegar að úr heiminum.

Ráðstefnan var haldin í Hannesarholti þar sem kynnt voru verkefni og staða þeirra. Ljósmynd Bjarni DIðrik Sigurðsson.

 

Hópurinn kom saman nú á dögunum á Íslandi og héldu vísindaráðstefnu í Hannesarholti í Reykjavík þar sem þau kynntu stöðu verkefna sinna og vinnu. Alls hafa nú komið út 30 vísindagreinar í alþjóðlegum vísindaritum sem byggja eingöngu á þessum rannsóknainnviðum LBHÍ. Þarna er því að safnast saman einstakur fróðleikur um íslenska náttúru, um efnaferla í íslenskum jarðvegi, jarvegslíffræði og plöntuvistfræði sem og samspil plantna, dýra og veðurfars í íslenskri náttúru.

Amir Hamedpour segir frá því hvernig hann notar dróna til að mæla virkni og vöxt í íslenskum graslendum; sem er þróunarverkefni milli Landbúnaðarháskóla Íslands og Svarma verkfræðistofu. Ljósmynd Bjarni Diðrik Sigurðsson.

Auk vísindaráðstefnunnar var farið í vettvangsferðir og rannsóknaaðstaða skoðuð og íslensk náttúra heimsótt. 

Vefsíða For Hot 

Vefsíða Future Arctic

 

 

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image