Viðskiptahraðall á sviði hátæknimatvælaframleiðslu og líftækni

Startup Orkídea óskar eftir öflugum teymum sem eru að vinna að nýsköpunarverkefnum í hátæknimatvælaiðnaði og/eða líftækni til að taka þátt í viðskiptahraðlinum Startup Orkídea. Er þetta einstakur vettvangur fyrir þróun viðskiptahugmynda og nýsköpunarverkefna á sviði hátækniframleiðslu og líftækni.

Landsvirkjun býður þátttakendum 1 milljón kr. fjárstyrk gegn kauprétti.

Hraðallinn skiptist í þrjár þriggja daga vinnusmiðjur og fjarfundi þess á milli og lýkur með fjárfestadegi þann 19. mars. Hægt er að kynna sér verkefnið á startuporkidea.is/

Opið er fyrir umsóknir til 24. janúar.

Startup Orkídea er samstarfsverkefni Icelandic Startups og Orkídeu. Orkídea er samstarfsverkefni um nýsköpun í orkunýtingu og sjálfbærni í matvælaiðnaði sem Landbúnaðarháskóli Íslands er aðili að. 

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image